Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 10

Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 10
IO í sömu sporum, til að halda börnum sínum frá fyrra hjónabandi. Pó er mér nær að halda, að nýju fátækralögin hafi óbeinlínis numið úr gildi * þá grein í lögum Kristjáns konungs V., er þeim réttarmun hefir þótt valda. Skilnaður að borði og sæng veldur ekki hjúskaparslitum, heldur aðeins samvistaslitum. Pó finst mér rétt að geta réttar- stöðu borð- og sængurskilinnar konu. Réttur slíkrar konu er í tveim greinum meiri en réttur bónda í sömu sporum, en í engu minni. Hún er talin fjáráð eftir sömu reglum og ekkja og fær að jafnaði meðlag frá bónda sínum; yfir höfuð ber borð- og sængurskilinni konu sami réttur eftir mann sinn látinn sem ekkju, er ekki hefir slitið samvistum við mann sinn, að því einu undanskildu, að hún tapar erfðarétti eftir hann, enda erfir hann ekki hana, andist hún á undan honum. Alskilin kona hefir sömu réttindi og ekkja, að því frá- skildu, að hún erfir ekki fyrverandi mann sinn fremur en hann hana, og að hún heldur ekki atvinnurétti hans né fær eftirlaun eftir hann. ?á vík ég að afstöðu foreldra til barna, og verður þar þegar í stað að greina milli sauða og hafra, skilgetinna og óskil- getinna barna. Yfirleitt er afstaða hvors foreldris um sig til skilgetins barns söm. Móðir og faðir hafa yfirleitt sömu réttindi og sömu skyldur gagnvart skilgetnu barni. Pó mundi atkvæði föður skera úr flestum ágreiningi, sem yrði milli foreldra út af barni þeirra, t. d. út af því, hvað barnið ætti að læra. þau yfirtök föður helgast af því, að hann hefir umráð félagsbúsins, en peningarnir ekki síður afl þeirra hluta, er gjöra skal vegna barnanna, en annars. Fatlist faðir eða falli frá, er móðir sjálfgeng í hans stað. Afstaða skilgetins barns ú t á v i ð fer yfirleitt eftir hag föður þess. Þannig kennir það sig við föður sinn, ber fornafn hans eða ættarnafn. Fæðingjaréttur þess, sveitfesti, sóknfesti og lögtign fer eftir afstöðu föður í þeim efnum. Fá er og faðir sjálf- kjörinn forráðamaður barnsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.