Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 54
54
Gekk hún suður leitið;
geislinn fyrsti skein,
bjartar daggir hrundu
af burkna og grein.
Heitar daggir hrundu
um hennar fögru kinn.
Kvatt hafði hún móður
og kyst hann fÖður sinn.
Eitt sinn leit hún aftur
ofan í dal;
sólskinsúða blámóða
bæinn hennar fal.
Skuggasælt og niðandi
skógarhafið lá;
þangað stefndi Signý
með söknuð og þrá.
Þegar flögðin hafa með töfrum sínum breytt hellinum í » höll með
bogum og súlum ljósum* og »Fála er orðin fögur mær«, er situr »í
friðsælum æskudraumi* hjá beði kóngssonar, er því þannig lýst, hvað
Hlini sér, er hann vaknar:
Hann lítur blæjur um ljósan barm
og lokka, sem náttskugga, vefjast;
á gullið skín við hinn unga arm,
sem öldurnar brjóstin hefjast.
Nú horfir hann inn í augans geim —
þá er sem hann hrökkvi af dvala;
hann kennir þá töfra og trylling í þeim,
sem tröllin í hömrunum ala.
Hún lyftir upp armi og augað skín,
sem eldur, er djúpt er falinn;
svanir hvítir sem ljósasta lín, ,
þá líða í hallarsalinn;
þeir láta fallast á heiðan hyl
und hreimsælum marmaraboga,
og sönghljómar berast bjarghimins til,
þar blikandi gullstjörnur loga.
Það er svo margt fleira fallegt í þessum ljóðum, sem mann
langaði til að tilfæra, en þessi sýnishorn verða að nægja, því rúmið
leyfir ekki meira.
Hinn ytri búningur er allviðunandi og prentvillur fremur fáar.
f>ó eru þær til, t. d. »ástfanginn« (bls. 21) f. ástfangin, »hininsins«
(37) f. himinsins, »ylmi» (41) f. ilmi, »hyllir« (76) f. hillir, og líklega
»vaknar« (62) f. raknar (»sá harmur upp í huga raknar«, rímað á
móti . . ,»Hlini hljóður vaknar«). V G.
SELMA LAGERLÖF: JERÚSALEM II. f>ýtt hefir Bjórg Þ.
Bl'óndal. Rvík 1916.
Um fyrra bindið af þessari bók var getið í Eimr. XXII, 231, og
fanst oss mikið til um það. En ekki er snildin minni í þessu bindinu,
þar sem sagt er frá Jórsalaferð Svíanna og lifnaðarháttum þeirra í
Jerúsalem, og er frásögnin jafnframt látlaus kvikmyndasýning af öllum
þeim stöðum í Jerúsalem og umhverfi hennar, sem menn kannast við
út Biblíunni. En hér fá menn meira en nöfnin tóm; hér er brugðið
upp svo lifandi myndum af stöðunum, að lesandanum finst hann verða
beinlínis kunnugur á þessum slóðum. Og þó eru allar þessar lýsingar
svo aðdáanlega ofnar inn í »spennandi« sögu, að aldrei koma fyrir
neinir bláþræðir, hvað þá heldur að söguþráðurinn nokkurstaðar slitni.
Bókin er fullkomið listaverk.
Þýðingin á bókinni er líka fyrirtak og málið svo gott, að leitun
er þar á nokkrum blettum. f>ó þætti oss náttúrlegra í sögu að segja;
að borða sig sadda, en að »éta sig metta« (bls. 216), og silkidúkar
betra en »silkitau« (101). Finna má og einstöku miður réttar orð-
myndir, eins og t. d. »þerum« (100) f. berjum, »hver« (243) f. hvor,