Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 13

Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 13
•3 kvennmaðurinn svarið barnið upp á hann, þá er karlmaðurinn talinn faðir barnsins, og getur barnsmóðirin þá fengið hann skyld- aðan til að greiða sér hálfan svokallaðan barnsfararkostnað og hálft eða eftir atvikum alt að því fult m e ð 1 a g með barninu frá fæðingu þess til fullra 16 ára. Til skamms tíma voru eigi litlir erfiðleikar á því fyrir barns- móður, að ná meðlagi hjá barnsföður sínum. Hún hafði yfirleitt ekki önnur tök til þess, en að láta reyna lögtak hjá honum, og þurfti þá stundum að elta hann frá einu landshorni á annað. Sveitar barnsföður var því aðeins leitað, að hann hefði reynst félaus, og þá ekki altaf við lömb að leika sér, þar sem sumir oddvitar voru. En nú hefir löggjöf vor gjört tvent í einu, bæði fjölgað leiðum og tekið af alla króka, svo sem bezt mátti verða. Nú þarf barnsmóðir yfirleitt ekki annað, en að snúa sér til dvalarsveitar sinnar, og getur hún þá, ef hún á fram- færslusveit hér á landi — og það eiga nálega allar hérlendar konur — og sé barnið á lífi, heimtað, að dvalarsveit sín, eða sú sveit, sem hún er stödd í, greiði sér, samkvæmt áðurnefndum yfirvaldsúrskurði, meðlagsupphæð þá fyrir síðastliðið ár, sem greidd er með börnum þar í sveit, er barnið dvelur. Og meðlag þetta er ekki talinn fátækrastyrkur til handa barnsmóður, heldur til handa barnsföður, nema því að eins, að barnsfaðirinn hafi verið látinn eða alfarinn af landi burt, þegar meðlagið féll í gjalddaga. Og sé barnsfaðirinn d á i n n, getur barnsmóðirin ekki að eins heimtað úr dánarbúi hans þau meðlög, er fallin voru í gjalddaga, þá er hann dó, heldur allar þær ársmeðgjafir, er hann átti ó- greiddar til 16 ára aldurs barnsins. Hafi barnsfaðir látist frá barni á I. ári og ársmeðlagið verið 6o kr., getur barnsmóðirin þannig heimtað 16X60 kr. eða 960 kr.*) úr búi barnsföður síns í einu. þó eru þau takmörk sett, að barnsmeðlögin greiðist því aðeins úr búinu, að eignaafgangur hafi orðið umfram skuldir. Auk þess getur meðlagsfúlgan aldrei orðið hærri en upphæð sú, er barnið mundi hafa erft, ef það hefði verið skilgetið. Og sitji ekkja barnsföður í óskiftu búi, ræður skiftaráðandi því, hve mikið hún á að greiða með óskilgetnum börnum látins manns síns, og getur jafnvel ákveðið, að ekkjan þurfi ekkert að greiða. Síðastnefndu ívilnanirnar eru gjörðar vegna ekkju barnsföður, en eru tæpast allskostar réttlátar. *) f>6 að frádregnum svokölluðum »millivöxtum«.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.