Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Side 26

Eimreiðin - 01.01.1917, Side 26
26 Hrollur fer um haf og storð, hötuðskepnur sýta, þegar dýrast drottins orð dróttir fyrirlíta. »Allir tug ar ut við sjó«, æður, skegla lómur, flýja sumarfrost og snjó, að fá sér þýzkan »blómur«. Pó skal eigi örvílnast: æðri stjórn oss hirtir; ofsinn þarf að auðmýkjast áður en élið birtir. Vísur þessar eru með »bessaleyfi« teknar úr bréfi frá séra Matt- híasi, rituðu 3. sunnudag í sumri r 916, og kvaðst hann hafa skrifað þær síðari í »albúm« drengs á Akureyri. Fyrirsögnunum höfum vér bætt við, eftir því • sem oss fanst við eiga. Vísan um sjómannaverk- fallið er auðsjáanlega með vilja stæld eftir hinni alkunnu vísu Jóns biskups Arasonar: Sunnan að segja menn Sundklaustur baldið laust; þýzkir getðu þar rask þeygi gott í Viðey. Öldin hefir ómild Ála bruggað vont kál. Undarlegt er ísland, ef enginn réttir hans stétt. RITSTJ. Gazka. G a z k a! Pað var gælunafnið. Skírnarnafnið var langt og leiðinlegt: Katharíana. Enginn nefndi hana því. Allir sögðu Gazka. Hún var af pólskum ættum og var ung og falleg. Hugsaðu þér, lesari minn, hóp af ungum, pólskum alþýðu- stúlkum, með dökkbrún, tindrandi augu, og hrafnsvart hár, þær eru lágar vexti, en þreknar. Búningurinn er margvíslega litur, oft og tíðum. Og þegar þær hafa sem mest við, þá skreyta þær sig með ýmiskonar fánýtu glingri, armböndum og eyrna-hringum. Á virkum dógum og við alla vinnu ganga þær berfættar, og eru þá ekki altaf hreinlegar að sjá. Punglyndislegar og fámálugar

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.