Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 15

Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 15
'5 að jafnaði að einhverju leyti illa haldinn af samferðamönnum sín- um, einhverjum þeirra stundir, þá ætla jafnvel þeir, sem ólíkastir eru ólánsmanninum að því einu, að þeir eiga það ógjört, sem hann hefir gjört, að springa af heilagri vandlætingasemi. Valds- maðurinn dæmir manninn til dauða, böðullinn klippir höfuðið af honum og klerkurinn holar búknum með höfuðið við annanhvorn endann ofan í jörðina. En þjóðfélagið, sem átti ef til vill að einhverju leyti sök í óláni mannsins, það sem klipti höfuðið af honum með yfirlögðu ráði, manni, sem það átti í öllum höndum við og því lógaði að þarflausu, — það drap ekki, það myrti ekki, það refsaði — réttlátlega. Nú er slíkum ólánsmannl þó oftast útveguð — náðun. Honum er þá stungið ®í steininn«, í dimman, kámugan klefa, með járngrindum fyrir örsmáum glugga, og þar er hann látinn dúsa við illan aðbúnað, oft það sem eftir er æfinnar. — Og í sama steininn er mönnum stungið fyrir nálega hverja yfirsjón, og haldið þar lengri eða skemmri tíma. Og ekki nóg með það. Til fremur skamms tíma var áratugum og jafnvel öldum saman kastað grjóti á dys ólánsmannsins. Og enn er manni, sem hefir bætt fyrir stundarbrot með beztu árum æfi sinnar í kám- ugum fangaklefa, útskúfað úr samfélagi samþegna. hans. Svona er farið með sakfeldan mann — 1916. Og það er litlu betur farið með ósakfeldan mann, hafi hann orðið fyrir því óláni, að verða sakborinn. Honum er kastað í kámugan fangaklefa og hann sætir þar jafnvel harðari meðferð en sakfeldur maður. Dæmdur maður er settur til vinnu, eigi hann að dvelja þar lengri tíma, en sakborinn maður er kvalinn með Iðjuleysi. Og dómarinn getur auk þess kvalið hann með marg- víslegu — lögleyfðu móti, sé hann svo lyntur, t. d. úrskurðað manninum vatn og brauð, vilji hann ekki svara jafnvel nærgöngul- ustu spurningum. Dómarinn getur rifið hann upp úr fletinu til réttarhalda á næturþeli og haldið honum þar klukkustundum saman, úrvinda af svefnleysi og þreytu. Við þessi sældarkjör getur dómarinn haldið grunuðum manni dögum, vikum og mán- .uðum samani Og sakborni maðurinn á þess engan kost, að ráð- færa sig við nokkurn mann. Dómarinn getur farið með hann líkt og skurðarmaðurinn fer með dauðan kindarskrokk. Hvor rekur garnirnar úr sínum skrokk, dómarinn og slátrarinn, að eins hvor upp á sinn máta. — Það er meir að segja stundum farið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.