Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 27

Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 27
27 eru þær að jafnaði. — Nema við vín. Pá verða þær ofsa-kátar, dansa og syngja og láta illum látum. Þær eru nokkurskonar farfuglar. Koma til Danmerkur með vorinu og hverfa svo suður á bóginn aftur þegar haustar að. Pað var síðla sumars 1914. — Styrjöldin hafði geisað í nokkrar vikur. Gunnar Arnar var nýkominn að Hábæ á Suður-Sjálandi, Hann var ungur Islendingur, sem dvaldi erlendis, til þess að kynna sér ýmislegt, sem að verklegum framkvæmdum laut. Á Hábæ ætlaði hann að dvelja nokkra mánuði. Pað mun hafa verið á laugardagskvöldi, er hann leit í fyrsta sinni svipaðan hóp og þann, er að framan var lýst. Allan daginn höfðu þær verið úti á rófnaökrunum. En um kveldið fóru þær til næsta þorps, dönsuðu og fengu sér neðan í því. Pær héldu um mittið hver á annarri og sungu pólska söngva, sem hann botnaði ekkert í. Pá leit hann Gözku í fyrsta sinn. Hún bar af öllum hinum, var hærri vexti og tígulegri. Drættirnir í andliti hennar voru göfugir, og hún var svipmeiri og andlitsfríðari en nokkur hinna. Pað var eitthvað drotningarlegt í fari hennar, eitthvað hugljúft, en hulið, sem honum var áður óþekt. Um það bil er sólin hneig til viðar, handan við skógarbelti í vestrinu, sátu þeir Gunnar Arnar og Mads Larsen óðalsbóndi á Hábæ úti í blómgarðinum og reyktu úr pípunum sínum. Peir nutu kyrðar og friðar náttúrunnar í ríkum mæli, og dáðust að hinni óumræðilega ljúfu fegurð, sem bar fyrir augu þeirra. Hlý kvöldgolan lék um lauf trjánna og aftansólin glampaði á vötnum og tjörnum. Um þetta hvarflaði hugur þeirra, þegar hún kom út í garðinn. Fótatakið létta heyrðist varla. Hún var berfætt og fóturinn markaði spor í sandinn, sem borinn hafði verið á gangstígana. Hún staðnæmdist fyrir framan Larsen og mælti: »01ga er píanó og getur ekki mjólkað.«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.