Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 43

Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 43
43 Jens rektor Sigurðssyni, og var, eins og áður er sagt, hrein unun, að vera í samkvæmi með Jóni. Hann var svo skemtilegur og lífgaði og fjörgaði alt upp í kringum sig. Tvö bréf fékk ég frá Jóni Sigurðssyni, og var í þeim báðum talsvert drepið á pólitík. En því miður eru þau bæði glötuð. Stykkishólmi 1 janúar 1915. ÓLAFUR THORLACIUS. II. Þegar ég var 16 ára, var ég send til mentunar móðurbróður mínum, dr. Hjaltalín landlækni, í Rvík. Þá minnist ég þess, að J ó n Sigurðsson kom þar oft, einkum að kveldi til, og sat all-lengi við »toddý«-drykkju með bróður mínum. Vaktist þá athygli mín ósjálfrátt á þessum manni öðrum fremur. Ég man ennþá svo glögt, hvernig hann sat og hallaði sér upp við bakið á bekknum, meðan samtalið rann óstöðvandi, án þess nokkurt hlé yrði á. Eg man, að Jón Sigurðsson var í hvítu vesti og ljósleitum buxum, en dökkum frakka, og hann saup oft á toddýglasinu, og gat ég unglingurinn, ekki að því gert, að taka eftir hinum streymandi orðum frá vörum hans. Svo man ég það, að einu sinni hleypur dr. Hjaltalín upp á loft til Egils bókbindara, að sækja einhverja bók, sem hann var að binda fyrir þann. En þegar Hjaltalín kemur ofan með bókina í hendinni, hittist svo á, að Jón Sigurðsson rekur inn höfuðið í forstofuna, til að heimsækja Hjaltalín. »Hvaða bók ertu nú með í hendinni ?« segir Jón Sigurðsson. sLíttu á!« segir hinn. Þeir ljúka upp bókinni og — reka báðir upp skellihlátur, og það ætlar enginn endir að verða á þeim hlátri, svo kona Hjaltalíns, ásamt mér, kemur loks út til þeirra og spyr, að hvetju þeir séu að hlæja svo mikið. Það var þá vers eitt í gamalli bók með gotnesku letri, lítt læsilegt. En versið hljóð- aði svona: Þegar þú Kristi kær eg sló þá á mitt lær, komst mér að létta, er ég sá þetta. En kona Hjaltalíns var víst mjög guðhrædd og ávítaði þá fyrir að vera að hlæja að þessu, og láta mig vera að hlæja að þvf líka. Þá man ég, að Jón Sigurðsson sagði: »Blessaðar, verið þér ekki að þessu, frú, því telpan sú arna getur greint guðsorð frá þessu orði.« Þá minnist ég og, að eitt sinn fór ég, þá 17 ára, upp á þing, sem þá var, eins og allir vita, haldið í latínuskólanum. Þar voru nú ekki flosbekkir né Brysselsábreiður á gólfum, heldur harðir trébekkir að sitja á. En þá sátu þingmenn samt kyrrir á bekkjum sínum, en , voru ekki að rápa til og frá, út og inn. I’arna sat Jón Sigurðsson forseti, fyrir miðjum gafli. Og — mér fanst, telpunni, eins og einhver ósjálfráð tign skína út frá þessum manni, eða eins og hann stræði geislum alt í kringum sig. Áður en ég fór á þing, hafði ég heyrt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.