Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Síða 52

Eimreiðin - 01.01.1917, Síða 52
52 En þó að hér skorti nokkuð á, þá er yfirleitt svo margt yndis- legt í þessum kvæðabálki, að hann er víða hreinasta sælgæti. A-ð vísu er þar ekki svo mikið af skáldlegum krafti, að maður verði bein- línis gagntekinn eða sem maður kallar »sleginn< af lestrinum; í þess stað kemur þá hinn unaðslegi þýðleiki og draumkendi æfintýrablær, sem á svo vel við efnið, að öllum smekkmönnum hlýtur að verða hin mesta nautn að. f’að er því óhugsandi annað, en að bókin verði harla vinsæl, og ólíklegt teljum vér, að jafr.snjöll »lýrík,«. og þar er viða hvar, freisti ekki tónskáldanna til söwglagagerðar við sum af kvæðunum, t. d. við »Dísir« (bls. 38) og ýms fleiri. Alveg ljómandi eru inngangskvæðin tvö. enda tilþrifin þar einna mest. Þar segir meðal annars svo um: »bjartra drauma sæluheim,« dularheimana og æfintýralöndin: Til ykkar sælu, gömlu goðastranda ég greip mín fyrstu hugarvængja tök; þar sá ég fagra Háva höllu standa með hundruð dyra og gullinskjölduð þök. Einheijar gengu glæstir fram til víga og geislaspjótin flugu leifturhröð; ég sá þá inn hvern aftan heila stíga og eftir leikinn sátta drekka mjöð. Þær Mist og Hrist með bjarta hvelfda barma þar báru hornin fagurskygð í kring, við óðarmál og æskugleði varma þeir áttu svo til morguns friðarþing. þar var ei hvíldin eilif takmark æðsta, því endurbornir kraftar hófu leik; sú hetjugullöld vissi von þá hæsta. að verða sígrcent blað d lífsins eik. Mig hreif sú tign, en helzt ég kaus að líða frá hallarglaumnum, þegar leið á nótt, til álfanna, sem áttu sali fríða á efsta himni, þar var bjart, en hljótt. í Ulfdölum ég vissi Völund smíða, * og valkyrjunnar bíða fögru rótt; með honum grét ég horfna ástargnótt — og þaðan flaug ég fram til þeirra tíða, sem fögrum verum bygðu hól og stein, sem létu konungs börn við stjúpur stríða og standa á hafsins klettaskerjum ein og loks, um síðir, gleymast grát og mein við endurfund og friðardaga blíða. Seinni hluti inngangskvæðisins, þar sem bent er á kjarna og þýðing æfintýrsins, hljóðar svo:

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.