Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 42

Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 42
42 Ég man, hyað mér þótti það skemtilegt. Þar bar svo margt á góma um landsins gagn og nauðsynjar, um stjómarfar, fjárkláðann, verzlun, fiskiveiðar, jarðabætur o. fl. Þar voru og oft skemtiræður um ýmislegt, sem við bar daglega. Og aldrei man ég eftir að fyr væri farið frá Jóni á kvöldin, en kl. n, og stundum seinna. Seinni veturinn, sem ég var í Khöfn, um vorið í júnímánuði, fékk ég bréf frá herráðinu um að mæta til að verða tekinn í lífvörð- inn. Mig minnir að eg ætti að mæta að fjórum dögum liðnum. Er ekki þvt að leyna, að mig langaði til að fara í herinn. Daginn eftir að ég fékk bréfið var ég á gangi í trjágöngunum í Rósenborgargarði, og var að hugsa um, hvernig ég ætti að ráða fram úr þessu, þorði ekki að gera neitt í því, fyr en ég fyndi Árna kaupmann Sandholt, er þá bjó á Kristjánshöfn. og var því að velta þessu fyrir mér á allar lundir. Þá veit ég ekki fyrri til, en klappað er á herðarnar á mér og sagt: »Hvað ertu nú að hugsa? Eða hefir unnustan sagt þér upp ?« Ég sný mér við og er það þá Jón Sigurðsson. Segi ég hon- um þá, hvernig ástatt var fyrir mér, og að mig langaði til að ganga í lífvörðinn, en þyrði ekki að gera neitt í því, fyr en ég hefði fundið Áma Sandholt, sem væri fjárhaldsmaður minn. Þá segir Jón: »Jæja, gerðu það, en komdu svo til mín, og skal ég þá segja þér, hvernig að skal fara, ef þú vilt ekki fara í lifvörðinn,« Daginn eftir fór ég til Árna og sagði honum alla málavexti. En hann aftók það með öllu, og sagðist einmitt ætla mér að fara seint í júnímánuði í sspekúlants- túr« með Holger Clausen til Hofsóss og Sauðárkróks. Ég sagði hon- um, hvað Jón Sigurðsson hefði sagt við mig, og þá segir Sandholt: »Jæja, það er gott; farðu þá til hans og biddu hann að leysa þig úr þessum vanda, ef hann getur það.« Fór ég síðan til Jóns og tjáði honum, hvernig Árni Sandholt hefði með öllu aftekið, að ég gengi í herinn, því hann ætlaði mér að fara til íslands í sumar í »spekúlantstúr.« Þá segir Jón: »Nú, fyrst svona er, þá skal ég segja þér, hvernig að skal fara. Þegar þú mætir hjá þeim háu herrum, þá skaltu bara segja: »Jeg er Islænder og rejser til Island i Sommer.« Og vittu, hvernig fer.t — Þetta gerði ég, og þeir sögðu bara; »Det er godt. De kan gaa.« Svo fór um sjóferð þá. Um vorið, seint í júní 1860, fór ég til íslands, og sá ekki Jón Sigurðsson fyr en á alþingi 1867. Þá vorum við faðir minn sálugi staddir í Reykjavík um þingti'mann, hálfsmánaðartíma, og vorum oft á þingi. Þá minnist ég þess, er konungsfulltrúi, Hilmar Finsen, sagði á þingi, að alþingi hefði samþyktaratkvæði um stjórnarskrána, sem • stjórnin hafði þá lagt fyrir þingið, hversu Jón Sigurðsson spratt þá fljótt upp úr forsetastólnum og sagði: »Ég vona, að þingmenn hafi tekið eftir því, hvað konungsfulltrúi sagði: að þingið hefði s a m- þyktaratkvæði í þessu máli.« — Eitt kvöld vorum við faðir minn í boði hjá Jóni Guðmundssyni ristjóra, ásamt forseta, og man ég, að þá sagði Jón forseti, að þessi stjómarskrá væri sú bezta, sem Danir hefðu boðið okkur; en það væru á henni gallar. 1869 var ég einnig staddur í Rvík um þingtímann, og vildi þá Jón Sigurðsson hvorki heyra né sjá stjórnarskrá þá, sem þá var lögð fyrir þingið. Ég var þá einnig í boði ásamt forseta hjá bróður hans,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.