Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Page 24

Eimreiðin - 01.01.1917, Page 24
24 á framtíðina fyrir sér. í’að eru kínversku frelsiskonurnar, sem hafa tekið áhrifum frá Evrópu og eru á leið til frelsis og sjálfstæðis. Það hefir þegar myndast flokkur þeirra í Kína, og þær eru famar að láta á sér bera í sumum stórbæjum eystra, þar sem vesturlandamenningin ryður sér til rúms í Sanghai. Þar er kvennfrelsishreyfing, kvennaskólar og samtök gegn því, að láta reifa og afskræma fæturna. Þær eru famar að stofna félög, sem hafa þá stefuskrá, að ungar stúlkur skuli heldur ráða sér bana, en láta neyða sig til hjónabands, eins og áður var algengt. Gömlu kerlingarhróin eru að hverfa ofan í moldina. Þær eru að safnast til sinna óteljandi frummæðra, sem langt fram á horfinni öld ólu afkvæmi og gáfu mannkyninu líf, alt frá apamóðurinni, sem varð þunguð vegna grimdarhvatar karldýrsins, og sem ungarnir nöguðu brjóstið á til blóðs, um leið og þeir sugu, og til Ástralíukonunnar og allra villimannamæðra jarðarinnar; þær rotnuðu allar í moldinni og mynduðu jarðlög, líkt og kalkhýði skeldýranna örsmáu og óteljandi, sem hafa myndað Krítarfjöllin. Eftir af þeim varð aðeins*) óveðurs ýlfur, hvinurinn í gættinni á næturþeli, líkt og væm sálir að kjökra og kveina. Eitt jarðsögutímabiiið er að verða á enda kljáð. Einnig kinverska konan hefir byrjað nýjan jarðsögukafla. Og eftir næstu 10,000 ár, munu jarðfræðingar geta rótað í jarðlögum, sem eru mismunandi á litinn og sýna tímaskiftin, þegar kvennfrelsiskonurnar komu til sögunnar. En í jarðlögum þeirra munu finnast steingjörfingar af hárkömbum, lífstykkjum og krínólínum og öðrum nýtízku kvenntildurstækjum, krókapörum, kappmellum, blúndum og bróderingum. STGK. MATJHlASSON þýddi. Athugasemd þýðanda: Framanprentað greinarkorn kom út í vetur neðanmáls í blaðinu „Politiken11, og fanst mér svo mikið til greinarinnar koma, að ég tók mig til og þýddi hana lauslega. Á stöku stað hefi ég slept úr orði eða bætt dálitlu inn í, án þess þó að hagga meiningu. Skáldið J o h. V. J e n s e n er orðinn frægur fyrir mörg rit sín og gefur þessi grein, þó lítil sé, töluverða hugmynd um rithátt hans og yrkisefni. Hann hefir farið til Kína, og kynt sér hætti Kínverja. Af því ég sjálfur hefi einnig komið þar, og séð hið sama og hann, fann ég betur til þess, en máske ýmsir aðrir, hve skarpar og sannar lýsingar Jensens eru á kínverska kvennfólkinu. Stgr. Matth. *) Sbr. k v æ ð i Gríms Thomsens: „Útsynnings um kafalds klakka kerling dæmd er til að flakka, kaldan hefur hún kjaftastól. „Svarkurinn“. Þegar hún er að jaga élin, jafnan bilar málskapsvélin, kjafta slitnar einatt ól“.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.