Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 12

Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 12
12 erfðarétt móts við hjónabandsbarn, láti hann skilgetið barn eftir sig jafnframt óskilgetnu. Aftur á móti erfir óskilfenginn faðir og föðurfrændur óskilgetið en þinglýst barn að ö 11 u leyti, sem skil- getið hefði verið. Og kemur þar fram ekki ósvipað misrétti og milli hórkonu og svokallaðs hórbarns. Loks má fá konungsleyfi til skilgerðar*) annarra óskil- getinna barna en hórbarna. Af þeim er skömm foreldranna og óverðskuldaður eiginn skaði óafmáanlegur með öllu öðru móti en eftirfarandi hjónabandi foreldranna og þau mega ekki giftast án sérstaks leyfis. I Danmörku, þar sem búið er við sömu lög og hér á landi í þessum efnum, er þó upp á síðkastið farið að veita konungsleyfi til skilgerðar hórbörnum, og ætti að mega vænta sömu linkindar þeim til handa hér. Þess er þegar getið, að karlmaður sé skyldur til að gefa með barni sínu óskilgetnu, en vitanlega því að eins, að telja rrfegi hann föður barnsins. Líklega er barnsmóðirin ein bær um að stofna til feðrunar barnsins. Vilji hún það ekki, þá geta senni- lega hvorki aðrir aðstandendur barnsins né sveit móðurinnar gjört það, en þetta verður þó sjaldan að baga, enda þarf venjulega ekki að ýta undir barnsmæður að lýsa einhvern föður. Pað mun ennþá þykja fremur vansi en hitt, að geta ekki feðrað, enda greiðir löggjöf vor mjög götu mæðra í því efni, gagnstætt því sem enn á sér stað sumstaðar. Á Frakklandi hefir t. d. til skamms tíma verið beinlínis lögbannað að grenslast «ftir faðerni ó- skilgetinna barna, og enn er það jafnvel því að eins leyft þar, að vafi þyki ekki leika á um faðernið. Að vorum lögum þarf óskilfengin móðir aftur á móti ekki annað en að snúa sér til yfir- valds síns, og er það þá skylt til að gangast fyrir málshöfðun gegn karlmanni þeim, er hún hefir lýst barnsföður sinn. Gangist karlmaðurinn við faðerninu, fellur alt í ljúfa löð, en gjöri hann það ekki, á hann ekki undankomu vænt, nema hann treysti sér til að sverja sig »hreinan< af kvennmanninum. Gjöri hann það, verður hann laus allra mála. ?ó getur staðið svo á, að hann fái ekki eið, þótt vilji, og fær kvennmaðurinn þá að jafnaði að staðfesta faðernislýsingu sína með eiði. Hafi karlmaðurinn annaðhvort ekki unnið eiðinn eða hafi ') Svo þýði ég „legitimation“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.