Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 53

Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 53
53 Ég sezt á rúmstokk ömmu, því amma er horfin burt, en oft er nú sem fyrri um rökkurssögu spurt. í auðmýkt tek ég sætið, því eg man, þá hún sagði, hve æskan glaða hlustaði sæl og stilt og þagði. Og amma kunni margt, en ég eina sögu þyl, og æskuna á meðan ég biðja að hlýða vil. Oft urðu fleiri en börnin á ömmu sagnafleyi, og eins vona ég að reynist á meðan frá ég segi. Frá Signýju og Hlina ég segja vildi helzt og sýna, hvað í óbreyttri rökkurssögu felst; svo getur hver einn fundið það, sem hugur hans vill taka, ég hygg ei gamla æfintýrið muni nokkurn saka. Og hlusti einhver smámey, sem hefir vini týnt, ég henni vildi geta í björtu ljósi sýnt, hve launin eru fögur, sem lætur trygð af höndum, þó leið sé stundum örðug að gæfu- pálmaströndum. Eins vildi eg mega biðja hvern veiðihvatan svein, er viltist inn í skóginn þars flögðin búa ein, að hlusta, ef Signý lætur í lofti svani kvaka, og lofa henni að fylgja sér í ríkið heim til baka. Og ellin, sem að máske ber inst í hjarta sorg um einkasoninn týndan úr konungs föðurborg, hún sjái víst, að afturkvæmt hann eigi heim um síðir því ást ei þekkir fjarlægð, né skelfist raunatíðir. í Álfheim tek ég sætið, sem amma hafði fyr, á anda rökkursagnanna heiti að gefa byr með aldna og börn á fleyi til æfintýra stranda, þars Edenlundir kóngsbarna sumargrænir standa. Hugljúf er og lýsingin á Signýju. Hún byrjar svo: Hún Signý litla var ljós og hrein og léttstíg sem skógarins hind; hún bjó þar í friði með foreldrum ein, frjáls eins og þröstur á vaggandi grein, er syngur um sólskin og vind. I hlíðunum kleif hún um klet'ta og gjár og kallaði skæran og söng; frá brúnunum strauk hið bylgjandi hár og brosti, sem ljósálfur glettinn og smár, er liðu fram dvergmálin löng. í*á hádegissólin úr suðri leit og svalvindur enginn þaut, en hjörðin stilt fór um brekkur á beit, hún blundaði, ef til vill, rjóð og heit, sem lömbin, í angandi laut. Hver lítill fugl, er úr suðri sveif og settist í dalnum að, hver burkni og hrísla í bjargakleif, hver berglind, er eyrað söngvum hreif, vinirnir — þeir voru það. Þegar Signý leggur af stað >með nesti og nýja skó«, segir svo:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.