Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 21

Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 21
21 Konur í Kína. Eftir JOH. V. JENSEN. Ég vaknaði við það í gærmorgun, að vindurinn hvein í hurðar- gættinni, og mintist ég þá um leið kínversku stúlknanna, sem ég svo oft hafði heyrt kveina og veina út af misþyrmingunni á fótum þeirra. Kyrt vorkvöld, þegar farið er að lengja daginn og orðið er hljótt í kínverska þorpinu, situr Kínverji utan við húsdyr sínar og leikur á tvístrengjaða fiðlu; en fiðluspilið hans er líkast ámátlegu kattamjálmi. Ef betur er hlustað, heyrist inni í húsunum eins og þaggaður barns- grátur. í’að eru kínversku stúlkubörnin, sem eru lokaðar inni í kvenna- skálanum og veina í sífellu af sársauka í fótunum, líkt og vesalings kvikindi, sem verið er að kvelja og sem ýlfra óaflátlega. Og ýlfriá tekur engan enda. í’ær gráta og gráta, Htlu stúlkurnar, allan tímann, sem hlustað er. Éær gráta þannig dag eftir dag, ár eftir ár, og árin löng. f’egar stúlka í Kína er rúmlega fimm ára gömul, eru fætur hennar vafðar línböndum, og böndin látin sitja í þrjú ár, þær gráta ö!l sín bernsku-ár, því aðra barnæsku eiga þær ekki. f’egar þau árin eru liðin, má segja, að þær hafi úthelt því táraflóði, sem talið er nægilegt til endurgjalds fyrir fríðu fæturna, sem þær hafa fengið, og sem þá loksins eru orðnir að dauðum og dofnum óskapnaði, þar sem hæll og tær er orðið samgróið. Þá byrja æskuárin, en þá geta þær ekki gengið. Hverjum er nú þessi ómannúðlega harðneskja að kenna? Engum öðrum en kínversku móðurinni. Það er hún, sem leggur böndin á, og herðir á þeim í hverri viku. Hún varð sjálf að þola þessar þján- ingar, þegar hún var á svipuðu reki, og fyrir það varð hún nógu harðbrjósta til að þola að horfa á aðra þjást. Þegar menn sem sé hafa árum saman stöðugt orðið að líða og fylla mæli þjáninga og sársauka, þá kemur loks að því, að þeir fara að byrla öðrum sama bikarinn. Þannig ferst kínversku konunni við börn sín. Tízka og landsvenja, og hvað náunganum finst, er mælikvarði fyrir siðferðislegri breytni kvennfólks í öllum löndum, en í Kína eru þetta járnhörð lög. 1 Kína gengur sá hugsunarháttur að erfðum, frá einni kynslóð til annarrar, að sársauki og tilfinningarleysi á hinn bóg- inn, sé jafnsjálfsagt og lífið. Þetta er insta erfðaskoðun kvenn- þjóðarinnar. Hvergi í heiminum sjást eins andstyggileg kerlingarandlit og í Kína. Maður geymir af þeim í huganum sérstakt, ógeðfelt myndasafn. Þar er sjalddæft að sjá ungar stúlkur, því þær mega ekki koma út. Þess vegna festist aðeins f minninu myndin af hinni aldurhnignu, skorpnu og skinhoruðu, sármæddu kínversku konu, sem með erfiðis- munum staulast áfram á örsmáum misþyrmdum fótum, sem vafðir eru pjötlum. í andlitinu speglar sig öll gremja og miskunarleysi veraldarinnar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.