Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 39

Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 39
39 Og brimhljóðfð hrærir dýpstu strengi sálarinnar, ómar ýmist blítt eða strítt, ýmist sem vægðarlaus drotnari eða sem barn hjali við leikfang sitt. Og stormurinn þyrlar fönnunum í dyngjur, margra mannhæða skafla og grefur menn og dýr í mjúkri, hlýrr1 mjöllinni. Hjarta hans fyllist eldheitri þrá til landsins kalda, þar sem höfuðskepnurnar syngja þessi ljóð sín yfir fátækri þjóð — frá vöggunni til grafarinnar. En meðan þessar volegu raddir hljóma, fyllist hugurinn hatri, ást, þrá og heift. Mildur blær frá fölnuðum skógarlundum strýkur vanga hans, kemur með hlýja hönd og gerir lundina angurværa og viðkvæma. Og í blænum milda talar rödd hennar, sem var saklaus og trú til dauðans: »Vinur minn! Hlustaðu á rödd mína í blænum. Hún hvíslar því í eyru þín, að andi minn sveimar þar sem þú ert. — Hlustaðu á rödd mína og þú munt geta borið mótlæti lífsins. Hlustaðu á rödd mína, því ég elskaði þig, en guð talaði gegnum ást mína. Elskaðu mig til hinztu stundar lífs þíns, því gleði og hamingja lífsins og guð sjálfur býr í ástinni. Láttu heiminn kasta steinum eftir þér, mættu hatri og fyrir- litningu með ró, því ástin — ást okkar — verndar þig frá öllu illu, — ástin okkar, sem bjó þögul í hjartanu — mínu og þínu — til dauða míns, ástin okkar, sem nær út yfir gröf og dauða. Vinur minn! Trúðu! — Trúðu á ástina, sem guð skapaði, til þess að sameina hjörtun; trúðu á sakleysið og trygðina. Vertu mér tryggur í sál þinni, því »trygðin er kóróna lífsins. — —« Hann hugsar um hana daga og nætur, um hverja stund, er þau lifðu saman. Hann hugsar um hana, þegar hún gekk berfætt gegnum skógarrunnana, til funda við hann, ástvininn sinn. Og aftanblær-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.