Eimreiðin - 01.01.1917, Síða 39
39
Og brimhljóðfð hrærir dýpstu strengi sálarinnar, ómar ýmist
blítt eða strítt, ýmist sem vægðarlaus drotnari eða sem barn hjali
við leikfang sitt. Og stormurinn þyrlar fönnunum í dyngjur,
margra mannhæða skafla og grefur menn og dýr í mjúkri, hlýrr1
mjöllinni.
Hjarta hans fyllist eldheitri þrá til landsins kalda, þar sem
höfuðskepnurnar syngja þessi ljóð sín yfir fátækri þjóð — frá
vöggunni til grafarinnar.
En meðan þessar volegu raddir hljóma, fyllist hugurinn hatri,
ást, þrá og heift.
Mildur blær frá fölnuðum skógarlundum strýkur vanga hans,
kemur með hlýja hönd og gerir lundina angurværa og viðkvæma.
Og í blænum milda talar rödd hennar, sem var saklaus og
trú til dauðans:
»Vinur minn! Hlustaðu á rödd mína í blænum.
Hún hvíslar því í eyru þín, að andi minn sveimar þar sem
þú ert. —
Hlustaðu á rödd mína og þú munt geta borið mótlæti lífsins.
Hlustaðu á rödd mína, því ég elskaði þig, en guð talaði
gegnum ást mína.
Elskaðu mig til hinztu stundar lífs þíns, því gleði og hamingja
lífsins og guð sjálfur býr í ástinni.
Láttu heiminn kasta steinum eftir þér, mættu hatri og fyrir-
litningu með ró, því ástin — ást okkar — verndar þig frá öllu
illu, — ástin okkar, sem bjó þögul í hjartanu — mínu og þínu —
til dauða míns, ástin okkar, sem nær út yfir gröf og dauða.
Vinur minn! Trúðu! — Trúðu á ástina, sem guð skapaði,
til þess að sameina hjörtun; trúðu á sakleysið og trygðina.
Vertu mér tryggur í sál þinni, því »trygðin er kóróna
lífsins. — —«
Hann hugsar um hana daga og nætur, um hverja stund, er
þau lifðu saman.
Hann hugsar um hana, þegar hún gekk berfætt gegnum
skógarrunnana, til funda við hann, ástvininn sinn. Og aftanblær-