Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 7

Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 7
7 gjafir milli hjóna séu gildar. Pó eru smágjaíir undanþegnar kaupmála, og ennfremur kaup á framfærslustyrk til handa konu af hendi bónda eftir hans dag. Slík kaup af hendi húsfreyju til handa bónda mundu aftur á móti vera ógild. Sá munur stafar af því, að enn er talið eðlilegra, að bóndi framfærí konu sína en hún hann. Hafi bóndi rýrt félagsbúið mjög án gildra ástæðna eða sýnt sig líklegan til að misbeita einkaumráðum sínum, þá getur hús- f r e y j a skorað á yíirvald þeirra hjóna, að slíta félagsbúinu. Fallist ’yfirvaidið á kröfuna, er búinu skift og hvort hjóna um sig fær þá sinn búshelming til frjálsra umráða, hafi það aldur til. En húsfreyja á heimtingu á búslitum, verði bóndi hennar gjaldþrota í lifandi lífi. í því falli getur yfirvald ekki neitað búslitum. Og hvort hjóna um sig á heimtingu á búslitum, yfirgefi annað hitt án lögmætra orsaka. Búslitin hafa ekki frekari áhrif á hjóna- bandið en að slíta fjárfélagi hjóna. Hjónabandið stendur óhaggað að öðru leyti. Pessi búslitaheimild er nokkur réttarbót, þótt lítt notuð muni vera ennþá, enda ekki nema 15 ára gömul. Áður var ekki önnur leið til búslita en hjónaskilnaður, annaðhvort til fulls eða þá a. m. k. að borði og sæng. Séreign er yfirleitt í umráðum sér eiganda, jafnt hús- freyju sem bónda. Pó getur þriðjimaður, er gefur öðruhvoru hjóna gjöf eða arfleiðir annaðhvort, jafnframt ákveðið, að gjöfin eða erfðaféð skuli vera undir umráðum annars en eiganda. Svo mundi t. d. faðir geta kveðið á, treysti hann hvorki dóttur né tengdasyni til að fara með fé. Pá má og og gjöra afbrigði á reglunni um umráð séreiganda yfir séreign með k a u p m á 1 a, þó eðlilega því að eins, að hvorki standi í móti lögleg ákvæði þriðja manns né fastmæli laga. Pannig má ákveða, að séreign húsfreyju samkvæmt kaupmála, gjörðum fyrir hjónavígslu, skuli ekki vera í umráðum hennar, eða að sér- eign, er húsfreyju hefir hlotnast upp úr sameign beggja, skuli vera undanþegin umráðum hennar. Hinsvegar væri ekki löglegt að kveða svo á, að ö 11 séreign annars skyldi vera í e i n k a- umráðum hins. Hitt má aftur á móti ákveða, að húsfreyja megi ekki, þótt fjárráð sé, ráða séreign sinni nema með samþykki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.