Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 51

Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 51
5i HULDA: SYNGI, SYNGI SVANIR MÍNIR. Æfintýri í ljóðum. Rvík 1916. Það er »Sagan af Hlina kóngssyni,« sem hér er snúið í ljóð, og hefir að mörgu leyti svo ágætlega tekist, að flestir munu mikla nautn hafa af lestrinum. Því skáldfákur Huldu fer þar á kostum og tekur á öllu því bezta, sem hann á til. Kveðandin er jafnan lipur og létt og orðaval og orðaskipun sem best má kjósa yfirleitt. Undantekningar frá þessu eru bæði lítilfjörlegar og fáar. Einu rímgallarnir, sem vér höfum fundið, eru, að »skýldi« er látið ríma á móti »rnildi« (bls. 30), og á tveim stöðum er raddstafur. í áherzlulausi smáorði notaður sem höfuðstafur eða stuðill (bls. 50: hám vonarstofni« og bls. 54: sog hún býst til náða enn og hallar skjótt«), svo að beita verður óeðlilegri áherzlu, til að fá rétt rím. Af málgöllum má nefna, að »röng« á bls. 11 með (»heiðblæ um segl og röng«) virðist haft í rangri merk- ingu, í sömu merkingu og rá í reiða á skipi, en það merkir bogtré niðri í skipinu, (á dönsku »spant,« á ensku »rib«), sem höfð voru til að halda skipsskrokknum saman. Á bls. 35 stendur, »þó hönd mín blæddi«, en ætti heldur að vera: þó hönd minni blæddi, því enginn mun nú segja: ég blæði, heldur: mér blæðir (sbr. »blæddi líkamanum« Sturl. II, 97). »Ég bið fyrir hann« á bls. 37 virðist og haft í sömu merkingu og: ég bið fyrir honum, en skeð getur, að oss, skjátlist þar réttur skilningur, og að meiningin eigi að vera, að Signý biðji í orða stað unnusta sins. En röng er að minsta kosti orðmyndin »trýn« á bls. 70, í staðinn fyrir »trýni«. En þessir gallar eru þó sannarlega smámunir, þegar litið er á, bæði hve rímið yfirleitt er ágætt og þýtt og málið ljómandi fagurt, og mörg nýyrði, bæði samsett og einföld, snildarlega smekkleg (t. d. »áttlægur« farfugl, bls. 33. o. s. frv,). Að því er meðferð efnisins snertir, þá eru lýsingarnar víða ljóm- andi góðar og skáldlegar, ekki sízt þar sem lýst er náttúrudýrðinni; en stundum þó máske heldur mikið af því sama eða svipuðu upp aftur og aftur. Vel er og æfintýrablænum haldið og þjóðvísnastíl á stundum heppilega brugðið fyrir sig. En á skapandi afl til að breyta æfintýrinu eða frásögn þess eftir þörfum virðist oss nokkuð skorta, þó að ýmislegt sé þar nýtt upp fundið. í’annig virðist oss frásögnin um samfundi Hlina og Signýjar í hellinum, för þeirra þaðan og dráp flagðanna altof óljós og lítilfjörleg og raunar hafa mistekist, einkum er hún er borin saman við hinar snildarlegu lýsingar á ferðalagi Signýjar til hellisins. Hér virðist skáldkonuna hafa brostið nægilegt sköpunarafl til að laga söguna 1 hendi sér og umskapa, svo að frá- sögnin gæti orðið bæði náttúrleg og hrífandi, eða að minsta kosti vel skiljanleg, sem hér virðist talsvert á vanta. Engin skýring t. d. á því, hvernig Signý fer að því, að leynast í hellinum, svo flagðkonurnar verði hennar ekki varar, né á því, hvernig þau Hlini fara að því, að leika á þær og ganga af þeim dauðum. Frásögnin er hér meira að segja betri og skýrari í sjálfu æfintýrinu, en hana hefði átt að bæta svo og auðga, að hún hefði orðið miklu fyllri og áhrifameiri, svo hún hefði getað samsvarað hinum öðrum köflum í skáldlegri meðferð og fegurð. 4'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.