Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Page 35

Eimreiðin - 01.01.1917, Page 35
35 »Segðu það ekki. En i hugum okkar lifa sömu vonir, sömu kendir og hugsanir. Sálir okkar hafa verið eins og samstiltir strengir.* Stundin var liðin. — Hlýtt handtak. Augu þeirra mættust og þau lásu leyndustu hugsanir hvort annars. Óðum leið að burtfarartíma hans. Hver dagur var sem andartak. Kvíðinn fyrir skilnaðinum við Gözku hafði vaxið hröðum fetum síðustu vikurnar. En hún gat eytt honum að mestu. »Pú mátt ekki vera hryggur, vinur minn,« sagði hún. »Eg bíð þín — og hugsa til þín hverja stund. Meðan styrjöldin geisar, verðum við að vera þolinmóð. Að henni lokinni kemur þú aftur frá Englandi. Svo förum við bæði til Ástralíu, »fyrirheitna lands- ins« okkar her á jörðunni.« Og þau brostu bæði að tilhugsuninni um framtíðina, sem í augum þeirra var björt og fögur, eins og sólargeislarnir. Skilnaðarstundin var liðin. — Hann var lagður á stað, á leið til Englands. Járnbrautar- lestin þaut norður Sjáland,. á leið til Kaúpmannahafnar. Peir voru 6,í járnbrautarklefanum, Gunnar Arnar og 5 þjóð- ' verjar. Á hvaða ferðalagi þeir voru, vissi hann ekki — og hugsaði ekki um það. Hann gat ekki annað en hugsað um Gözku, án afláts, fram' og aftur. Tveir Pjóðverjanna raula nDas Licd der Deutschen< í hálfum hljóðum. En einn hinna, sem veit að Gunnar er Islendingur, tekur landabréf upp úr brjóstvasa sínum. Hann breiðir það út, bendir á París og St. Pétursborg og hvíslar: nNach Paris! Nach St. Petersburgh! — Og hann brosir út undir eyru. En Gunnar hristir höfuðið og hugsar áfram um Gözku. Hann er kominn til Kaupmannahafnar. Honum bregður við eftir kyrðina á Hábæ. Alt er á ferð og flugi, og honum finst, að hann geti hvergi verið í ró með hugsanir sínar. 3*

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.