Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 23
2 3
mann, ekki einu sinni eiginmann sinn, þegar aðrir eru viðstaddir.
Og ekki er heldur því að fagna, að borðhaldið sé sameiginlegt á
kínversku heimili. Hver og einn verður að neyta sinna hrísgrjóna og
einverunnar í sínu horni. Henni er markaður bás, eins og skynlausri
skepnu og fær ekki einusinni að sjá sólina, eða hagann grænan, eins
og skepnurnar. Hún lifir lifi sínu í andleysis-myrkri þrælkunarinnar,
og þannig eyðir hún aldri sínuni sem barnsmóðir og eiginkona.
í ferðabók eftir amerískan rithöfund, Ross, hefi ég lesið frásögn
frá Kína, sem ég reyndar þori ei að ábyrgjast að sé sönn. Hann
segir, að konur i kínverskum þorpum fari á næturþeli út, helzt upp á
hóla í grendinni; þar segir hann, að þær nemi staðar, til þess að
spangóla, líkt og hundar, ein og ein út af fyrir sig. Maður skyldi
halda, að þetta væri grátur, og að þær væru að gráta eymd sína og
andvarpa út í myrkrið og upp til stjarnanna; en svo er ekki, því þær
hafa hvorki neinn átrúnað, né svo sem neina hugmynd um nokkuð
andlegt, svo þetta er aðeins ýlfur út í loftið, til að svala einhverjum
óljósum hvötum. Svo aum og bágborin eru örlög hinnar kínversku
ambáttar og eiginkonu.
En eftir því sem árin líða, fer að batna ( búi hjá henni. Hún
hefir eignast syni og borið ávöxt að því leyti. T’egar synir hennar
þroskast og þeim eflist manndómskraftur, nýtur móðirin góðs af því;
og jafnskjótt og synirnir giftast, vex vegur hennar enn meira, því hún
verður þá tengdamóðir, Nú fær hún völd í hendur, til að sýna af
sér ótakmarkaða ilsku, í stað þess, sem hún áður var undirlægja.
Eftir því sem ellin stígur yfir hana, vex virðing hennar. Nú er vönd-
urinn geymdur við rúmgaflinn hennar, og venjulega er það sami
vöndurinn, sem hún sjálf var hýdd með í æsku. því í Kína eru
menn fornbýlir og geyma vel allar fornmenjar.
í’annig er nú hringrásinni lokið, og niðurstaðan er þessi sárþjáða,
gamla, ógeðslega, torskilda norn, kínverska kerlingin, sem við mætum
á götunni, og sem við göngum úr vegi fyrir, hálfsmeykir um, að hún
muni narta í okkur, með tannlausum skoltinum.
Ég hefi lesið um kínverska móður, sem drap dóttur sína, er vildi
ekki hlýðnast henni. Hún drap hana með því, að murka sundur og
af henni hendur og fætur um hné og olnboga með bitlitlum skærum.
Það er sagt um hina orðlögðu keisaraekkju, sem dó 1908, að
hún hafi verið sannkölluð barn sinnar þjóðar, harðlyndari og grimmari
en nokkur önnur kínversk kona, sem sögur fara af. Meðan hún stóð
í blóma veldis síns, var hún vön að skipa þeim hirðmeyjum sínum,
er höfðu móðgað hana, að ráða sér óðara bana. En af því þær
voru flestar konungbornar, þótti eigi sæma annar dauðdagi handa þeim
enn sá, að láta þær anda að sér gullryki; og dóu þær með þeim
hætti, að gull-duftið kæfði þær.
Ætli að þessi keisaradrotning hafi ekki átt sér einhvern leyniklefa,
eithvert lystihús, úti í aldingarði, eða kjallaraholu, sem hún gat gengið
niðrí við og við, til að vera í einrúmi og spangóla?
Með keisaraekkjunni hefir nokkuð af fyrri alda forherðing kín-
versku kvennþjóðarinnar gengið til grafar. Hún var síðasti meiriháttar
kvenndjöfullinn. Nú skipar sæti hennar mannúðlegri kvennvera, sem