Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 9

Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 9
9 konungs, og brezk kona, sem giftist íslendingi, verður þegn Kristjáns konungs vors. Aftur á móti eignast bóndi ekki fæð- ingjarétt konu sinnar. Eins er um það, að kona embættismanns fær eftirlaun að bónda sínum látnum. En karlmaður mundi ekki fá eftirlaun að látinni konu sinni, er verið hefði í embætti. — Loks ber þess að geta, að þó að hvort hjóna um sig sé að lög- um jafnskylt að framfæra annað, þá hvílir framfærsluskyldan í rauninni þó aðallega á bóndanum og oft, ef ekki oftast, eingöngu. Pannig mun bónda venjulega vera gjört að leggja konu sinni styrk, þegar skilnaður verður með þeim að borði og sæng, og ósjaldan, þegar hjónum er leyfður fullur skilnaður. Pá vildi ég lýsa með nokkrum orðum afstöðu konu eftir hjúskaparslit og byrja á ekkjunni. Eins og húsfreyja eignast fæðingjarétt, sveitfesti, ættarnafn °g lögtign bónda síns, eins heldur ekkja hans þessu öllu, meðan hún giftist ekki aftur, sveitfesti bónda síns þó ekki nema þangað til hún vinnur sér sjálf sveit, að núgildandi lögum með io ára dvöl í sömu sveit. Hún eignast eftirlaun eftir mann sinn, hafi hann verið embættismaður, svo sem þegar er greint, og heldur atvinnurétti hans, getur t. d. haldið áfram verzlun hans, án þess að kaupa nýtt kaupskaparleyfi, en þann rétt hefir ekkill ekki að konu sinni látinni. — Auk þess verður ekkja fullfj árráð, hversu ung sem er. 16 ára gömul kona, er misti mann sinn úr heilablóðfalli, um leið og hún gengi frá altarinu, yrði jafngeng allra fjárviðskifta og 25 ára karlmaður. En tvítugur ekkill yrði annaðhvort að bíða 25 ára aldurs, eða að minsta kosti 1 —2 ár, til þess að fá lögaldursleyfi, og yrði þó að greiða lögmælt gjald fyrir. — Ekkill þarf eigi leyfi til að sitja í óskiftu búi með sam- eiginlegum, ófjárráðum börnum látinnar konu sinnar. En ekkja hefir því að eins leyfi til að sitja í óskiftu búi eftir mann sinn, að hann hafi kveðið svo á í erfðaskrá, eða að hún hafi fengið leyfi skiftaráðanda til þess. Aftur á móti er ekkja að því leyti betur sett en ekkill, að hún ber yfirleitt enga á b y r g ð á s k u 1 d u m manns síns, þó að félagsbúið hafi ekki hrokkið til að greiða þær. Hún þarf hvorki að greiða þær af séreign sinni né sjálfsaflafé. Ekkillinn yrði hinsvegar að borga allar skuldir félags- búsins, sem ekki fengjust þaðan, af séreign sinni. — Pað er ekki alveg ugglaust, að ekkja, er giftist aftur, hafi jafnan rétt við ekkil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.