Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 57

Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 57
57 yfir landið, síðan andatrúin fór að ná sér niðri hjá ýmsu af heldra fólkinu í höfuðstaðnum. En flest þau* fyrirbrigði, sem frá er sagt í kverinu, má skýra á náttúrlegan hátt, og virðast þau oftast eiga rót sína að rekja til hugsanalífs höfundarins — vera hans eigin hugsanir, er birtast sem fyrirbrigði. En að skýra þetta í einstökum atriðum mundi taka of mikið rúm. — Misskilningur er það á bls. 66, að nafnið Sölvi þýði »sólu líkurt. Það þýðir þvert á móti blakkur, fölur eða öskugrár (sbr. sölr og að sölna). Jafnskýr og ritfær maður, og höf. virðist vera, ætti helzt að fást við eitthvað fleira en hjátrúarsögur, þó nógu gaman geti verið að lesa þær. V. G. HAGSKÝRSLUR ÍSLANDS 5—7. Rvík 1915. í þessum þremur heftum eru íslenzk mannanöfn samkvæmt mann- talinu 1. des. 1910, búnaðarskýrslur 1913 og verslunarskýrslur s. á. Skýrslur um íslenzk mannanöfn hafa menn ekki haft síðan 1855 og er nógu gaman að sjá, hve miklar breytingar hafa orðið á nafngiftunum síðan þá. Árið 1835 voru alls ekki nema 530 karla- heiti og 529 kvennaheiti, en 1910 voru karlaheitin 1341 og kvenna- heitin 1318. Þetta sýnir, að nöfnin eru nú orðin miklu fjölbreyttari en áður, þar sem heitatala bæði karla og kvenna hefir 2—3-faldast síðan 1835, þó fólkinu hafi ekki fjölgað nema um tæpan 1/s. Og þó eru 53 karlaheiti og 73 konuheiti, sem til voru 1855, nú horfin úr sögunni. En við hafa bæzt 864 ný karlaheiti og 862 konuheiti. — Tala ættarnafna hefir nálega þrefaldast síðan 1855; voru þá ekki nema 108, en 297 árið 1910. Algengust af karlmannsnöfnum voru: 1. Jón (3934), 2. Guð- mundur (2852), 3. Sigurður (2098), 4. Ólafur (1352), 5. Magnús (1290), 6. Kristján (1178), 7. Einar (1050). En af kvennmanns- nöfnum voru algengust: 1. Guðrún (4620), 2. Sigríður (3605), 3 Kristín (2286), 4. Margrét (2007), 5. Ingibjörg (1837), 6. Anna <i359)> 7- Heiga (1311). Skrítin eru sum af nöfnunum og ekki sem viðkunnanlegust, t. d. Rustíkus, Októ, September, Thorlakósíus, Sesselíus, Mekkínó, Erek, Guðvalínus, Elenmundur, Guðníus og kvennanöfnin Septemborg, Epífanía, Bjarnasigrún, Bárðlína o. s. frv. Búnaðarskýrslurnar sýna nokkrar framfarir frá árinu á undan (1912). Þannig hefir nautgripum fjölgað um 678 (úr 26,285 UPP í 26,963) og-sauðfé um 34,783 (úr 600,181 upp í 634,964). En vart eru þar þó öll kurl til grafar komin; því þó sauðfé hafi fjölgað um nál. 80,000 síðustu 5 árin, þá er fjártalan ekki meira en jöfn því, sem hún reyndist við fjárskoðunina um áramótin 1906—07. Því þá taldist sauðfénaðurinn 634,700, eða um 109,000 fram yfir það, sem fram var talið vorið eftir (1907). Hefir framtalið því verið 6 ár að ná fjártölunni, eins og hún var í raun og veru 1907. Hvort fjölgunin stafar að nokkru leyti af bættu framtali, verður ekki sagt með vissu. Að minsta kosti virðist auðsætt, að enn vantar mikið á, að aliur sauð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.