Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 4

Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 4
260 JÓN BISKUP VÍDALÍN lEIMREIÐIfí til, er gefið geti hugmynd um hæfileika þeirra í þá átt. Varla er þó hægt að lesa svo skrif Guðbrands biskups Þor- lákssonar, t. d. Morðbréfabæklinga hans, að það fái dul- ist, að hann hefir verið mælskur maður með afbrigðum, og stíllinn er svo persónulegur, að það er eins og vér sjáum með vissu, að með þessum hætti hefir hann talað. Og þó er jafnan vandi að fullyrða nokkuð í því efni. Orð fór og af kennimannshæfileikum Gísla Oddssonar, og skrif hans sýnast styðja þá skoðun, að hann hafi getað komið við það, sem hann vildi deila á. En þótt fáar sögur fari af mælsku kennimanna, skyldi varlega álykta mikið af því, úr því að vér höfum ekki sjálfar ræður þeirra, því að ef vjer vissum ekki annað um kennimanns- hæfileika Jóns biskups Vídalíns, en umsagnir annara um það, þá mundi engum hafa dottið í hug, að hann hefði verið sá afburða snillingur í þeirri grein, sem raun ber nú vitni um. Séra Jón Halldórsson í Hítardal, sem vel þekti Vídalín og mátti kunna manna best að meta hann, segir um hann, að hann hafi haft »hreint og skýrt málfæri« og verið hinn »röksamlegasti og áheyrilegasti prédikari, og þótt liann væri vel talandi og stórgáfaður, samt vand- aði hann jafnan sínar prédikanirri.1) Pegar vér lesum þennan vitnisburð og þekkjum postilluna, þá fellur auð- vitað alt í ljúfa löð, en væri nú ekkert til eftir Vídalín, þá má telja vafasamt, hvort mikið væri hægt að gera úr þessum vitnisburði. það mætti ráða af honum, að Vídalín hefði verið í betra meðallagi sem prédikari, en séra Jón dásamar annað meira hjá honum, svo sem lærdóm hans og latínukveðskap. Lítið eitt fleira er getið um mælsku hans.2) Og svo er sagan um Pál frænda hans Vídalín, að hann hafi gengið út úr kirkjunni undir ræðu biskups á Þingvöllum 10. júlí 1718 og sagt: »Skárri er það nú ræðanl Mikill dómadags kjaftur er á honum Jóni!« Pessi saga felur einna skýrastan vitnisburð í sér, sé hún sönn, en þess er þá líka að gæta, að þessi ræða Vídalíns — 1) Bisk. J. H. I, 370. 2) Sjá Prestafelagsritið 2. árg. bls. 33 nn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.