Eimreiðin - 01.09.1920, Page 5
F.IMREIÐINI
JÓN BISKUP VÍDALÍN
261
ræðan um Iagaréttinn — er einbver sú allra mergjaðasta
refsiræða, sem til er eftir hann.
Nei, það sem grundvallað hefir mælskufrægð Jóns Vída-
líns, er ekki orð annara um hann, heldur orðið sjálft af
vörum hans, sem geymst hefir í húslestrabókum hans, og
þá einkum postilla hans um alla helgidaga ársins.
Hvað er það, sem hefir gefið Vídalínspostillu þetta yfir-
burða vald í hugum manna?
Eins og nærri má geta, er það ekki að eins eitt, sem
til greina kemur. Yfirburða-kennimaður verður að vera,
of svo mætti segja, snúinn saman úr mörgum þáttum, og
svo er það og um Jón biskup Vídalín, þó að rauði þráð-
urinn eða þaulvígði þátturinn sé jafnan einn og hinn
sami.
Fyrst af öllu munu ýmsir þeir, sem lesa postillu Vída-
líns, reka augun í það, hve fádæma fróður hann er í
heilagri ritningu og hve óspart hann notar orð hennar í
prédikunum sínum. Tilvitnanir í ritninguna eru margar á
hverri blaðsíðu, og með köflum eru þær svo að segja í
hverri málsgrein. Það er engu líkara en hann hafi, bók-
staflega talað, kunnað ritninguna utanbókar spjaldanna
milli, og baft hvert hennar orð á hraðbergi, hvenær sem
það átti við. Stundum talar hann langa kafla með orð-
um ritningarinnar einum, hleður einni ritningargreininni
ofan á aðra, en þó svo slélt og felt, að hvergi lítur út
eins og hann væri að spreyta sig á þessu til að sýna
lærdóm sinn. Honum er orðið það svo eiginlegt, að
ræða hans fer alveg ósjálfrátt í þennan farveg. Oft og
einatt, þegar hann vill sanna eitthvað eða sýna, þá fer
hann ekki þá leið, sem næst sýnist liggja, einhverja
hæga og greiða röksemdaleið, heldur hleður hann ramm-
bygðan grunnmúr úr orðum ritningarinnar utan um það,
sem hann vildi sanna, og það ekki með neinu vandræða-
fálmi eða stirðbusahætti, heldur fljúga ritningarorðin upp
í fang honum eins og steinarnir í höll Aladdíns. En skýr-
ast kemur þó ef til vill þekking hans á ritningunni í ljós,