Eimreiðin - 01.09.1920, Qupperneq 9
EIMREIÐINJ
JÓN BISKUP VÍDALÍN
265
Malakías.................................. 12 tilvitnanir.
1. Konungabók og Jobsbók................ 11-------
2. Samúelsbók............................. 10-------
Önnur rit biblíunnar hafa enn færri tilvitnanir. Samtals
voru tilvitnanirnar á þessum 100 bls. 1175, og af þeim
voru 817 úr nýja testamentinu og 358 úr gamla testa-
mentinu (og af þeim að eins 3 úr apokryfisku bókunum).
Má af þessu sjá, að því fer fjarri, að Vídalín vitni oftar í
gamla testamentið en það nýja. Eins sést og, að það er
ekki rétt, að Vídalín vitni mjög oft í spámannaritin. Þar
kemur í rauninni að eins Jesaja til greina, en það er eftir-
tektarvert, að mikill fjöldi af þessum 56 tilvitnunum er í
»messiönsku« staðina svo nefndu, þ. e. staði, sem taldir
eru vera spádómar um frelsarann, og því ekki notað til
þess að sækja ádeilu-kjarnyrði til spámannsins. Fjöldinn
allur af tilvitnununum í sögurit biblíunnar er að eins til
þess að sækja dæmi. í raun og veru er biblían notuð
miklu meira, en af þessu sést, þótt þetta kunni að þykja
ærið vel að verið, því að hér eru taldar þær tilvitnanir
einar, sem beint eru nefndar svo og skrifaðar, en auk
þess, talar Vídalín iðulega með orðum ritningarinnar, án
þess að þræða beinlinis ákveðna staði efta vitna til þeirra.
Vídalín er ekki að eins fróður í ritningunni á þann hátt,
að hafa jafnan á takteinum tilvitnanir, heldur er hann og
lærður biblíuskýrari, og beitir því mörgum sinnum í ræð-
um sínum. Er hann þar rökfimur, eins og ávalt, og stund-
um kannske um of, og alt er auðvitað fjötrað í orþódoxí-
unnar smáriðna neti. Hann lætur einn staðinn útskýra
annan, oft með miklum skarpleika, og sögulegan mun
ritanna gerir hann auðvitað engan. Stundum segir hann:
»Hygg eg að svo eigi að skilja þetta« eða annað slíkt, er
sýnir, að hann kemur þar með sínar eigin skýringar. Hann
telur Hebreabréfið með Pálsbréfum ávalt, og Jakobsbréf
eignar hann Jakob postula.
Ekki þarf að draga það í efa, að þessi rammlega reisti
bibliugrundvöllur undir prédikunum Vídalíns á sinn mikla
þátt í því, hve postillan hefir haldið valdi sínu lengi. Hér
var ekki »mannavísdómur« einn, heldur sjálft hið guðlega