Eimreiðin - 01.09.1920, Síða 11
EIMREIÐIN]
JÓN BISKUP VÍDALÍN
267
geymdar hafa þær verið um þessar mundir. Á prenti var
þá ekki annað til en íslendingabók og Landnáma og Edda
Snorra. Lærdómur Vídalíns hefir alveg verið steyptur í
útlenda mótinu, og hafi hann þekt eitthvað af þessum
gömlu fræðum, þá hefir honum þótt það of hversdagslegt
og lítilfjörlegt til þess að fara með það upp í stólinn.
Mótspyrna píetistastefnunnar skömmu síðar gegn lestri ís-
lendinga sagna bendir í rauninni í báðar átlir. Hún sýnir
að eitthvað hafa þær verið hafðar um hönd um þær
mundir, og einmitt upp úr því fara þær að koma út. Þá
eru prentuð á Hólum 1756 söfnin »Agiætar fornmanna-
sögur« og »Nockrir margfrooðir sögu þættir«, en ákaflega
sýnast þau söfn vera gerð af handahófi og bera vott um
ófullkomna þekkingu á því hvað til var. Og mótspyrna
þessi bendir líka í hina áttina, að þessi fræði hafi verið i
niðurlægingu, og lítils virt, úr því að hægt var að láta
sér detta í hug að kæfa þau niður. Það gera menn helst
við »ósiði«, sem eru að koma upp. Á dögum Vídalíns hefir
verið litið niður á þetta af lærðum mönnum með hálf-
gerðri lítilsvirðingu eins og annan gagnslausan og þarf-
lausan »alþýðufróðleik«. Annars skal eg ekkert fullyrða i
þessu efni, vantar til þess rannsókn á þessu efni sérstak-
lega. En þögn Vídalíns verður ekki skýrð né skilin öðru-
vísi en svo, að hann hati ekki þekt eða kært sig um
þessi fræði. Að hann forðaðist ekki það sem íslenskt var
sést af því, að hann vitnar aftur og aftur í ljóð Hall-
gríms Péturssonar, og hefir vers hans eitt að einkunnar-
orðum framan á postillunni.* 1)
Auk lærdóms Vídalíns, bæði í ritningunni, trúfræðinni
og kirkjulegum og klassiskum fræðum alment, verður hér
að nefna hina dæmufáu þekkingu hans á mannlífinu og
mannlegum hugsunarhætti. Þar kemur hann, eins og víð-
ar, fram sem hið mikla skáld, er rannsakar og sér sál-
1) I prédikuninni milli jóla og áttadags sýnist Vídalin hafa i lvuga orð Daða
i Snóksdal, þegar liann segir að óguðlegir menn liaíi þjáningar guðs barna i
skympingi og segi »að þar sjái ekki meira bann á sér en þeim«.