Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 12
268
JÓN BISKUP VÍDALÍN
fEIMREIÐIÍÍ
arlíf mannanna með þessu einkennilega næma auga. Eink-
um er hann næmur að rekja krókaleiðir mannshjartans í
hinu illa og sjá út vélabrögð djöfulsins í mannlífinu.
Hann þekkir orðbragð og aðfarir sjómannanna, búrahátt
bændanna og skartgirni kvenna og ungra manna. Hann
veit um skeytingarleysi og rangsleitni veraldlegra embætt-
ismanna og leti prestanna, þegar þeir eru að glamra eitt-
hvað og eitthvað illa undir búnir. Og hann er engu síður
þaulkunnugur því, bvernig hver löstur hagar sér, og hvern-
ig hann reynir að smeygja sér inn undir fölsku nafni og
fölsku flaggi. »Ágirndin er framsýni kölluð, drambsemin
höfðingsskapur, hræsnin vitska; þegar menn brjóta rétt-
inn kalla menn það að byggja hann, þegar menn sleppa
skálkum og illræðismönnum óhegndum, þá nefna menn
það kærleika og miskunnsemi, hirðuleysi og tómlæti í
sínu kalli og embætti, heitir spekt og friðsemi«. Og á
öðrum stað: »Hinn drambláti lýtir hinn ágjarna, en sig
kallar hann hugprúðan; hinn ágjarni lastar hinn eyðslu-
sama, sig nefnir hann forsjálan; hinn eyðslusami bríxlar
hinum aðsjála, en hann vill örlátur heita, og svo þykir
hverjum af oss sinn fugl fagur«. Hann talar um »þrota
drambseminnar, vatnssýki ágirndarinnar, köldu óhófssem-
innar, brjóstveiki öfundarinnar, dofa letinnar og æði reið-
innar«. Alt fær sína nákvæmu lýsingu og skörpu skömm
hjá honum.
Og svo þetta, sem af hinu leiðir, hve nærri hann jafn-
an er tilheyrendunum. Þeim hefir aldrei getað fundist
hann vera að hverfa í skýjavaðli eða vera að gjalla úti á
þekju. Nei, hann var inni hjá þeim, frammi fyrir þeim,
og talaði við þá hvern um sig og horfði svo að segja
gegnum þá. Og þetta hefir hann haldið áfram að gera og
því rgátu menn enst til þess að lesa postilluna kynslóð
fram af kynslóð. Hann fann þá alt af jafnt í fjöru og
stóð þá að rangindunum, með sinni dæmalausu ratvísi í
völundarhúsi mannlegs hjarta.