Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 29

Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 29
EIMREIÐIN] í ÞÝSKALANDI 285 hæð, — veggirnir ljósir, húsgögnin hvit og fínleg, en af svölunum útsýni yfir vatnið, yfir til Sviss, þar sem svartir hamrar og hvítir tindar óðu í skýjum. Það var um hádegi. Veður hafði verið tvísýnt um morg- uninn, nú gerðist bjart og heitt. Lindau liggur á eyju skamt undan landi, er lítill bær og fornfálegur, götur sumstaðar svo þröngar að hart er á að tveir geti mæst þar. Eg hitti svó á að það var mark- aðsdagur í bænum. Eftir endilangri höfuðgötunni stóðu sölu- borð og tjaldaðar fjalabúðir með allskonar varningi, skó- fatnaði og glysvöru, klæðum og sælgæti. Innan borðs stóðu mangararnir, héldu vörunum fram til sýnis og fluttu láng- ar og mælskar ræður um gæði þeirra. Eg undraðist þessa menn, margir þeirra báru á sér fullkomið ræðumanna- snið, sem annaðhvort er meðfætt eða ávöxtur æfingar og hugsunar. Þeir hófu og hækkuðu raustina, kunnu allar handahreyfingar sem notaðar verða til þess að fylgja eftir orðum sínum, töluðu ýmist reiprennandi eða lögðu fasta áherslu á hvert orð svo sem til undirstrykunar. Þeir gátu sagt smellin slagorð um skósvertuna eða vasahnífinn, sem þeir buðu fram. Þeir fengu menn til þess að hlusta á sig og gintu þá að borðum sínum. Skamt frá sölubúðunum höfðu loddarar og flökkutrúðir slegið sýningatjöldum á grasvelli, stóðu hver fyrir sínum tjalddyrum og þeyttu lúðra og slógu bumbur en fólk dreif að. Þeir hófu ræður og lýstu því með sannfæringu, sem smám saman varð að heitri hrifni, hver undur þeir gæfu fólki kost á að sjá — reiðlistir, bjarnaglímu, galdra og allskonar hundakúnstir. Bærinn var fullur af búandfólki úr nærsveitunum. Fjör- legir, brúnleitir strákar stóðu og átu ávexti, rakaðir, þvegn- ir, uppbúnir, með sparihattinn aftur á linakka. Ljósklæddar stúlkur með létta sumarhatta röbbuðu saman og flyss- uðu 1 smáhópum — sumar grannar, fínlegar, dálítið form- lausar, aðrar þunglamalegar og verklegar. — Daginn eftir sigldi eg í sólskini til Friedrichshafen, sem er smábær fyrir miðju vatninu norðanverðu. Báturinn, sem eg tók far með, lá svo fallega á vatni að unun var á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.