Eimreiðin - 01.09.1920, Page 33
EIMREIÐINI
289
Stefánshellir.
Nýfundinn stórhellir í Hallmundarhrauni,
rétt hjá Surtshelli.
Þeir synir Ólafs bónda Stefánssonar í Kalmanstungu,
Kristófer og Stefán, sögðu mér af því hér í fyrra, að ný-
fundinn væri hellir mikill í hrauninu skamt frá Surts-
helli; hefði verið farið nokkuð langt inn í hann og eng-
inn botn fundist; spurðu hvort eg vildi ekki athuga hann
ef eg yrði á ferðinni,
Hinn 9. f. m. kom eg að Kalmanstungu og við Helgi
Hjörvar kennari og kona hans. Stefán hafði fundið hell-
inn fyrir 3 árum og hafði nú ásamt fleiri mönnum skoð-
að hann að mikiu leyti, einkum hinn eystri hluta hans
og fylgdi hann okkur nú í hellinn. Við höfðum 2 reið-
hjólaljós, fremur góð, og sáum gerð hellisins greinilega,
en þareð nokkuð var orðið áliðið dags er við komum að
hellinum vanst ekki tími til annars en að ganga um hann
og alla afhellana, sem við urðum vör við. Nákvæma rannsókn
og mælingar urðum við að láta biða betri hentugleika.
Við fórum fyrst i vesturhlutann, sem er nær Surts-
helli og mjög skamt frá. Komumst niður um 4 m. vítt op,
sem er þar á hellinum, og ofan á snjóskafl mikinn. Geng-
um lengi og var hellirinn víða stórfenglegur, víður og hár,
en gólf víðast slétt og greiðfært. Inn að næsta opi var um
330 m. á að giska, eftir fótmálum mínum. Pað op var
þröngt, einskonar strompur, sem myndast hafði í hraun-
inu er það rann, um leið og hellirinn, varla meir en 2
m. að vídd. Varð eigi komist þar upp. Þaðan héldum við
enn lengi áfram til þess að reyna að komast inn að botni,
en ógreitt var umferðar sumstaðar, niðurhrun stór og ill
yfirferðar, 2 eða 3, og tjarnir tvær ofan á ís, glerhálum, svo
djúpar að vatnið tók í mjóalegg. Afhellar 2 stórir voru
að norðanverðu á þessum hlutanum. Fyrir innan innri
19