Eimreiðin - 01.09.1920, Qupperneq 34
290
STEFÁNSHELLIR
[EIMREIÐIN
tjörnina var niðurhrun svo mikið að fylti upp í hellinn.
Við norðurvegginn fann eg þó smugu og komst hana inn
úr urðinni með því að ryðja frá nokkrum steinum.
Þá var enn smátjörn og full af ískristöllum og inst var
hvelfingin alsett ís, samsetlum af eintómum kristöllum,
en á gólfinu var stór bunga inn í hellinn frá endanum,
öll glitrandi af fagurskygðum ískristöllum; lítil smuga var
þó sunnanvert við hann, en greinilegt var samt, að hér
var hellisendinn. Loftið mun mjög þunt yfir niðurhrun-
inu og því hefir kuldinn komist hér inn. Vottaði á einum
stað fyrir smágati, eins og stjörnu sæi. í tjörninni þarna
inst láu hellur, sem fallið höfðu niður úr hvelfingunni, á
gólfinu. Hvelfingin var svo lág þar, að ekki var mann-
gengt. Hellur þessar láu hver ofan á annari þannig, að
bersýnilegt var að þær höfðu verið lagðar svo af manna
höndum. f*ótti okkur þetta furðu gegna, því að engin
merki önnur sáum við að menn hefðu þarna fyr komið
og nú virtist þessi insti hluti luktur og fram til birtu um
240 m. á að giska.
Við fórum síðan út að opinu, sem við höfðum farið
niður um og tókum til að kanna austurhlutann. En hon-
um verður ekki lýst vel, svo margbrotinn er hann, aðal-
lega sá kafli hans, sem vestastur er og nefna mætti völ-
undarhúsið. Þar eru margir afhellar og hringir, jafn vel
hver utan um annan, þröng göng sumstaðar, en svo aftur
víðir salir annarsstaðar. Eru þetta hinir mestu undir-
heimar og undrageimar. Villugjarnt er hér mjög og ilt að
átta sig á hvernig hér er háttað híbýlum, en bót er það
í máli, að gólfin eru öll slétt hér, svo að hlaupa má um;
er hér harla vistlegt og fallegt. Austast í þessum kafla,
sem mér fanst vera um 240 m. langur, var hellirinn að-
allega tvöfaldur eða 2 hellar samhliða og var op á hin-
um syðri, sem komast mátti upp um. Fyrir austan það
var niðurhrun mikið og fylti hellinn, en smugu fann eg
þó enn og komst þar áfram og inn að stóru opi þar sem
hellirinn hafði hrunið niður allur á 52 m. löngu svæði.
í nyrðri álmunni voru 2 vörður, hlaðnar af manna hönd-
um einhvern tíma í fyrndinni; hafði Stefán orðið þeirra