Eimreiðin - 01.09.1920, Síða 49
EIMREIÐIN]
BIFREIÐ NR 13
305
spyrja?« — »Ingibjörg«. »Nei! er það nú virkilega satt?
Og eg heiti Friðþjófur! Er það ekki stórmerkilegt? Skáld-
legt æfint)Tri — þér munið auðvitað eftir kvæðinu: »Kom-
ið er haust, o. s. frv.
»Nei, eg man ekki eftir þvi, rétt sem stendur. — Er
það í Kristjánsbók?«
»Ónei, það er nú ekki þar«. Hann færði sig með hægð
nær henni. — »Er hér ekki yndislega fagurt? Draumkend
blíða, hvílir yfir láði eg legi, — mundu skáldin segja«.
Hann lagði með hægð handlegginn utan um hana.
Imbu fanst hún alveg missa máttinn, hún gat ekki
faugsað i neinu samhengi. Það varð djúp þögn. Henni
fanst hún endilega þurfa að segja eitthvað, hún sneri
höfðinu ofurlitið, en varaði sig ekki á því, að andlit hans
var svona nærri. — Hann greip fastara utan um hana og
kysti hana á munninn.
»Nei, nei, þetta megið þér ekki, sagði Imba óttaslegin,
«g reyndi að losa sig.
Pilturinn hló. »Eg þóttist nú vita það! En það er mest
gaman að þvi, sem gert er í leyfisleysi. — Óhlýðni er
einn af þjóðarkostum okkar íslendinga, — vínsmyglun,
æðarfugladráp og stolnir kossar — þetta þrent í fari okk-
ar er varanlegt, — en af þessu — hann kysti hana með
svo miklum ákafa, að henni fanst hún ætla að kafna. —
Og nú sá hún svo greinilega Gvendar augnaráðið, i tilliti
hans. Hræðilegur ótti greip hana, hún reyndi að losa sig,
en hann hélt henni með heljarafli. — »Svona, svona,
elskulegi þrákálfur, eg skal ekki — —«.
Síðustu orðin blönduðust saman við ógurlegan hávaða.
Imbu fanst vera tekið fyrir kverkar sér, og einhver undra-
kraftur þeyta henni eins og knetti, langar leiðir. Hún var
alveg ringluð, en þegar hún gat áttað sig, leit hún stjörnu-
bjarlan himininn yfir hötði sér, hún lá i grasinu, í litl-
um hraunbolla ulan við veginn. — »Hvað hafði komið
fyrir?« Hana svimaði þegar hún stóð upp, hún leit í
kring um sig. — »Guð minn góður! Bifreiðin hafði hrap-
að út af veginum! Friðþjófur hafði ekið svo voða gapa-
iega. Eða var það af því að hún hafði stimpast við hann?
20