Eimreiðin - 01.09.1920, Síða 52
308
BIFREIÐ NR 13
EIMREIÐIN)
Þegar hún kom inn í herbergið, þar sem stúlkurnar geymdu
sjöl sín og kápur, var frú Villvaz þar fyrir; hún stakk
höndunum í síðurna og hvæsti: »Nú þykir mér flestir
sótraftar á sjó dregnir. Grt þú lika farin að koma of seint,
það munar heldur ekki um það, hálfur annar klukkutimi.
Þú nærð Jakobínu og Elínu með tímanum. Ja svei! sautj-
án ára stelpa!« Frú Villvaz rauk út.
»Þú hefir líklega verið úti eitthvað fram eftir í gær-
kveldi«, sagði Ella háðslega, þegar Imba kom niðurlút
og hálf-sneypuleg inn í saumastofuna. — Ef til vill í bíl?«
»í»ig varðar ekkert um það«, sagði Imba, með grátstaf
í kverkunum. — Hvernig stóð á því, að allir höfðu hana
fyrir einskonar »Steinkudys?« Öílum þótti sjálfsagt að
henda að henni' ónotum.
»Skoðum til. Þetta eru framfarir, hún er farin að hafa
munn fyrir neðan nefið, blessað barnið«, sagði Ella, og
horfði undrandi á Imbu. — »Annars var eg sjálf úti í
gærkveldi« — hélt Ella áfram — »með ónefndum manni.
Við vorum auðvitað í bifreið. Þegar við komum ofan í
bæinn, var mjótt á milli að það yrði ekki slys: það stóð
sem sé, ljóslaus bíll á horninu á Barónsstíg og Hverfis-
götu«. — Imba fór að hlusta. — »TiI allrar hamingju
sér maðurinn vel, sem með mér var, og bifreiðastjórinn
hefir aldrei komist í blöðin. — En það gekk ekki þrauta-
laust, að vekja náungann í þeirri ljóslausu«.
»Hver var það?« spurði Bína, og beit um leið úr nál-
inni.
»Herra Friðþjófur J. Skálan«, svaraði Ella, digurbarka-
lega, og stakk höndunum í ímyndaða vasa.
»Man ekki til eg hafi heyrt hans getið fyr«.
»þú hlýtur að hafa heyrt hans getið, ef þú hugsar þig
vel um. — Hann keypti sér ættarnafn þegar hann sigldi
í fyrra. Áður hét hann Fr. Jóhannsson. Kannist þið virki-
lega ekki við hann?« — »Síldarbraskari og að sögn erki-
dóni«, bætti Ella við í hálfum hljóðum.
»Hann er svei mér »glúrinn«, að eiga bifreið«, sagði
Bína, um leið og hún settist við saumavélina.
»Eiga bifreið? Blessuð vertu! Þetta var leigu bíll«.