Eimreiðin - 01.09.1920, Síða 59
•EIMREIÐIN]
UM ÍSLENSKT VEÐRÁTTUFAR
315
Mars 1881 hefir t. d. 2,4 stig fyrir ofan 0, þ. e. summan
af hitastigum alls marsmánaðar varð að eins 2°,4. En
talan fyrir neðan strikið 12362 (= 1236,2) er summa
kuldastiganna. Meðaltalið á dag kemur út þegar mismun-
inum á hita- og kuldastigunum er deilt með 93 — þrisvar
sinnum dagatölunni. Til skýringar 1. mynd má taka fram
að kuldastigasumma Grímseyjar (Gr.ey) er lengd niður á
við með slitstrikum; er það áætlaður kuldi Grímsstaða
það ár (1881), sem engar opinberar skýrslur eru til frá,
því athuganir voru þá ekki byrjaðar þar. — Einnig er
Reykjavík það ár sett eftir líkum.
Nú vil eg leitast v'ð að sýna samræmis-yfirlit yfir veðr-
áttufarið báða veturnar yfir land alt. Hefir mér orðið
það nokkuð erfitt, einkum vegna þess hve ófullnægjandi
skýrslur voru fyrir hendi. Varð að reikna út og bera
saman hitastig margra misjafnra vetra, ísavetra og ís-
lausra, á öllum þeim stöðum, sem athuganir hafa farið
fram á, það og það árið, því, eins og kunnugt er, eru
ekki alt af sömu athugunarstaðirnir ár eftir ár. Út frá
þeim stöðum verður svo að finna hitastig nærliggjandi
staða með ýmsum samanburði. Á þenna hátt hefi eg
getað fengið nokkurnveginn áreiðanlega hitaskrá, svo
margra staða um land alt, sem þörf er á, til að geta lagt
jafnhitalínur héraða og stranda eftir. Gefa þær fullnaðar-
yfirlit yfir hitamagnið.1)
1) Þess skal sérstaklega getið viðvíkjandi hitastigum þeim, er eg hefi fengið
ntan af landinu 1918 og 1919, að örlitlu hlýtur að muna frá skýrslum veður-
fræðistofnunarinnar, þegar þær koma, sem liklega getur ekki orðið fyr en
1920 til ’22. Allar tölur skoðunarmanna þarfnast venjulega einhverra leiðréttinga.
Mismunur sá. er af þessu stafar, mun engu verulegu breyta við þenna saman-
l)urð og kemur þvi ekki hér frekara til greina.