Eimreiðin - 01.09.1920, Side 64
■ EIMIiElÐIN)
UM ÍSLENSKT VEÐRÁTTUFAR
320
VIII. Lofthiti landsfjórðunganna des.—mars.
Suður- Vestur- Norður Austur- Alt
land land land land landið
1880—’81 -5,. — 11,5 — 13,. — 9,7 — 10,i
1917—’18 — 2,6 5,8 — 6,e — 4,» — 4,8
'Heitara 1917—’18 um . 3,o 5,7 7,o 5,. 5,7
Loftpyngdin Eins og fyr er sagt var veturinn 1880—’81
veturinn yfiriejtt einhver með allra hörðustu vetrum er
sögur fara af. í október byrjaði eiginlega ótíðin.
Allur mánuðurinn umhleypingatíð og endaði með skörpu
norðaustanhreti, með 10—15® frosti yfir norðausturland,
vægara yfir suðvestur jaðarinn. Loftþungi mikill yfir
Norðurland (766.5 m.m.), rúml. 1 m.m. lægri yfir Stykkis-
hólmi og 3 m.m. lægri yfir Berufirði. Nóvember var einnig
umhleypingasamur, hljóp í frostgadd með köflum og lin-
aði frostin þess á millum. Komu á honum tvö stórhret,
hið fyrra fyrir og um miðjan mánuðinn með 15—20°
frosti yfir Norðurland, vægara á Austur- og Vesturlnndi.
Hið síðara um mánaðamótin. Loftþyngdin var mikið minni
en í okt., 750.6 m.m. á Akureyri, 1 m.m. lægri á Djúpa-
vogi, en 2 m.m. í Stykkishólmi. Þegar tæpur þriðjungur
var liðinn af desember byrjaði fyrir alvöru hið grimma
veðráttufar; gekk þá ekki úr því á öðru en látlausum
stórhríðum með grimdarfrosti og fannfergju, upp aftur og
aftur, austnorðan bálviðrisköföld, er stóðu 3—4 daga i
senn. Um nýársleytið dró úr frostinu, en úr því rak haf-
ísinn að og frostin uxu enn meir. Kafaldshríðarnar héld-
ust af og til fram í febrúar, fór þá að gera meira hrein-
viðri, en frostgrimdin hélst áfram, svo að marsmánuður
náði langmestu kuldamagni. Annan apríl skifti um tíðar-
:far og gerði bestu tíð.