Eimreiðin - 01.09.1920, Síða 65
EIMREIÐIN]
UM ÍSLENSKT VEÐRÁTTUFAR
321
IX. Tafla yfir loftþyngd aðalstöðva
veturinn 1880—’81.
Stykkis- hólmur Akur- eyri Beru- fjörður Fær- eyjar
September 753,i 755,i 753,9 754,6
Október 765,2 766,í 763,9 761,3
Nóvember 748,4 750,o 749,í 749,3
Desember 749,7 752,4 752,9 750,9
Janúar 764,« 766,s 763,7 758,8
Febrúar 756)8 760,4 759,8 759,o
Mars 753,7 756,8 753,8 751,8
Apríl 758,<, 759,9 760,6 761,9
I’orrabylur Hin allra svæsnasta stórhríð á vetrinum 1880
veturinn —’81, var hinn svonefndi Porrabulur eða Fönix-
1881 ...
hríð, kendur við póstgufuskipið Fönix, sem þá
strandaði við Skógarnes. Þessi norðaustan kafaldshríð
stóð í 4—6 daga um Iand alt með því ofsaroki og
grimdarfrosti, að öllum sem þá voru nokkurnveginn
komnir til vits, mun aldrei úr minni líða. Gamalt fólk
þá, sem vel mundi eftir Álftabana 1858—’59 og hörðu
vetrunum millum 1860—70 voru á einu máli um, að
samanlögðu hefði þessi bylur verið tröllauknari; það vissi
enga þvilíka íimbultið. Enginn vafi er á þvi, ef alt hefði
ekki þá verið eins gaddfreðið og að nokkru kafið í snjó,
mundi skaðræðið af þessu fárviðri hafa orðið margfalt
geigvænlegra, urðu þó viða afskaplegir skaðar á skipum,
húsum, jörðum o. fl., einkum Vestanlands. Veðurskýrsl-
urnar bera með sér, að vindhraðinn hafi orðið 5 og 5—6,
svarar það til 20—30 metra hraða á sekúndu eða alt að
100 km. á klukkutíma: er það nokkru meir en fljótasta
hraðlest ög tvöfalt meiri ferð en á hesti á harðastökki.
Þetta afspyrnurok varð allra harðast þann 29. og30. janúar.
Þá mátti heita að engum manni væri vogandi að fara út
úr húsum, þótt ekki væri heldur óttalaust að vera inni,
því mörgu bæjaskriflinu var þá hætta búin, en frostið
21