Eimreiðin - 01.09.1920, Síða 71
EIMREIÐINJ
UM ÍSLENSKT VEÐRÁTTUFAR
327
finnum hversu mikill og ómissandi þáttur hún er í öllum
vorum framkvæmdum, auk þess metnaðar, sem í því
liggur að leggja skerf til alþjóða-þekkingarinnar.
Eg efast ekki um, að margt sé enn óunnið úr safni
Veðurfræðistofnunarinnar dönsku, sem landi voru mætti
að gagni verða í sambandi við hina tilvonandi stofnun.
í því tilliti leyfi eg mér að minna á setningu í hinu ítar-
lega Árferðisriti prófessors þorvalds Thoroddsen, þar sem
hann segir á bls. 12, neðst og 13, efst: ». . . hér í þessu
riti hefði átt vel við að prenta ítarlegar skýrslur um
veðurfarsathuganir allra stöðva í hverjum mánuði hin
seinustu 30 ár aldarinnar, hafði eg unnið að því að koma
þessu í framkvæmd, en það kom þá í ljós, að þetta hefði
orðið alt of langt mál og margbrotið, og nóg efni í heila
bók; varð eg því að hverfa frá þeirri fyrirætlun. Verða
hinar vísindalegu skýrslur að bíða þangað til stjórnar-
völdin einhverntíma síðar meir finna hvöt hjá sér til þess
að láta semja nákvæmar skýrslur um hagfræði þjóðar-
innar og þær hliðar af náttúru landsins er horfa við at-
vinnu og bjargræði manna«.
Nú er mér spurn. Vill nú ekki hin nýja veðurathugun-
arstofnun hér, í samráði við stjórnarráðið, kynna sér þetta
hjá professor Thoroddsen, annaðhvort fá hjá honum þau
drög, er hann kann að hafa, eða sem best væri, fela
honum sjálfum á hendur, ef hann gæfi kost á því, fram-
kvæmdina? Mun sá maður fyrir flestra hluta sakir fær-
astur til þess.
í*ó þessar veðráttu-hugleiðingar séu nú orðnar töluvert
lengri, en eg í fyrstu bjóst við og eg plássins vegna eigin-
lega mátti hafa þær, eru þær þó engan veginn eins ítar-
legar né vel af hendi leystar og mig hefði langað til —
af ýmsum skiljanlegum ástæðum. Ei að síður vænti eg
þess samt, að þær skýri nokkuð fyrir þeim, sem þolin-
mæði hafa til að lesa þær, óljósar hugmyndir um þau
atriði, sem tekin eru fyrir. Hvernig mér hefir lánast þetta,
er veðurfróðra manna að sker* úr.