Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1920, Side 83

Eimreiðin - 01.09.1920, Side 83
EIMREIÐIN] SÓLEY 339 almenningi úti um heim á þann sorglega sannleik, í hvert sinn sem nafn landsins er nefnt. Rétt eins og barn, sem fæðst hefði bilað, væri kallað: »Skakkur« eða »Skökk« — alla ævi! — Eg hefi heyrt þá viðbáru hjá einstöku afdalakörlum, að það hefði enga blessun í för með sér, að gera þessa eða hina breytingu á búskapnum. Sú hug- mynd er horfin nú. Sama er um það, að breyta gömlum hugmyndum, lögum, nöfnum. En ærið fastheldnar eru þó sumar smásálir á slíkt. Og þurfa ekki eiginlegar smásálir til. Alt gamalt á að vera gott, gilt og göfugt! f*ví betur er þessi ellidýrkun að hverfa. En lengi hefir hún lifað hérna á íslandi. Menn eru fljótir alment að taka upp smábreytingar, klæðasnið og aðra tísku. En að sama skapi seinir til þess, sem einhvers er um vert. Ættu þó sann- arlega síst að vera seinni, ef um sannarlega umbót væri að ræða, á hverju sviði sem er. Segi menn að slíkar nafnbreytingar sem hér um ræðir eigi sér ekki stað, þá er það ekki rétt heldur. Ekki er langt síðan Rússar breyttu nafni á höfuðborg sinni, af þjóðræknisástæðum. Og ýms ný landanöfn hafa komið upp nú, að stríðinu loknu. Á sama hátt og áður breyttist Niðurlönd í Holland, Germanía í Þýskaland o. s. frv. Hitt þarf ekki í að vitna: að slíkt vilji ekki mjög oft til. Og hvaða ástæða væri líka til þess? Það má skoða íslands-nafnið sérstaka undantekning, sem þörf er á að breyta; jafnvel þó alment væri litið á slíkar breytingar sem helgispjöll, — sem eg get þó síst fundið að sé. — En þörfin er þessi: að halda lengur uppi skrípamynd af landinu fyrir augum útlendinga; og reyndar einnig lands- ins barna sjálfra. því sú ótrú, sem legið hefir á landinu frá landsbúum sjálfum, á furðanlega sterka rót í nafninu, þótt fæstir geri sér máske grein fyrir því. — Gagnið er þetta: hráslaga-myndin gamla breytist í aðra fegurri og bjartari, utaplands og innan. Jafnframt því sem fremur vaknar hvöt en áður hjá mörgum útlending að kynnast landi og þjóð. Menn munu kannske segja: »Hvaða gagn er það fyrir Grænland að bera svona glæsilegt nafn?« — Máske ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.