Eimreiðin - 01.09.1920, Síða 84
340
SÓLEY
[EIMREIÐIN
mikið. Fremur en það væri fyrir Sverlingja að vera skírð-
ur Dagbjartur, eða kven-skrípi að heita Sólfríður. Dauð-
inn á Grænlandi meir en vegur upp á móti fegurð nafns-
ins. — En þvert úr leið er það fyrir ísland að hampa
í nafni sínu þeim hörmungum, sem gerir það líkast Græn-
landi. Rétt eins og maður hefði verið nefndur Sótsvartur
eða Hundshöfði, sem væri dökkur yfirlitum (en annars
fríður sýnum). Það væri ekkert undarlegt, þótt slíkur
maður vildi hrinda af sér ónafninu.
— En ef svo er, að ráðlegt sé að breyta til með nafn
landsins, hvaða nafn ber þá upp að taka? Upp á nokkr-
um hefir verið stungið, sem mér líkar ei. Mér getur að
eins líkað eitt nafn á íslandi, sem upp hefir komið í hug
mínum hvað eftir annað í mörg ár, og stöðugt styrkst við
mörg atvik og rök, sem fram hafa sprottið.
Það er nafnið: Sóley.
Þessi eru min rök fyrir nafninu:
1) Sóley er sann-nefni. Þar sem sól sést á öllu land-
inu norðanverðu næstum allan sólarhringinn svo mánuð-
um skiftir árlega.
2) Nafnið er stutt, þægt í munni og hefir fagra merk-
ingu, — þar sem sólin er fegursta sýn heimsins, og alls
lífs upphaf. Er því sem undarlegum ljóma stafi af nafninu.
3) Það hefir verið bent á, að elsta nafn á íslandi, sem
þekkist, Thule, merki: Sólar-eyjan. Þar með væri þá upp-
tekin aftur elsta, og um leið fegursta kenning landsins.
Jafnframt því sem burtu væri varpað aðvífandi skrípa-
nafni, sem engan rétt á á sér, þótt við hafi loðað um
langan aldur — rétt eins og örbirgðin og Danaveldið.
4) Nafnið fer jafn-vel í munni á útlendum málum. Á
dönsku: Solöen [Sol(ö)lænder]. Á ensku: Sunisle [Sun-
(is)landerj. Á þýsku: Sonneninsel [Sonnenlánder]. Á
frönsku: L'isle de soleil [Soleiliennes].
Af íslands-nafninu ber þetta eins og gull af eiri. —-
Nema ef út í það væri farið, að »eyjar«endingin í nafn-
inu væri ótignari en »lands«-endingin í hinu. En smá-
smuglegt stórlæti væri að fara út í þá sálma, fyrir ekki
fjölmennari þjóð. Einkum þar sem eyjar-kenningin kem-