Eimreiðin - 01.09.1920, Qupperneq 86
342
[EIMREIÐIN
Bústaðamálið á Englandi.
Það Yerður ekki orðum að því komið í stuttu máli,
hve víðtæk áhrif bústaðirnir hafa á þá, sem 1 þeim búa,
og vandamálið mikla, sem nú bíður úrlausnar bæði hér
bjá oss og mörgum öðrum þjóðum, bústaðamálið, verður
því enn vandasamara, en út gæti litið í fljótu bragði. Því
að menn sjá nú glögt, að ekki er um það eitt að ræða,
að láta alla fá þak yfir höfuðið, heldur einnig hitt, hvernig
bústaðirnir eru. Menn sjá, að ekki er nóg, að halda við
gamla laginu og auka við nýju í þeim anda, heldur verða
að koma nýir og betri tímar í þessu efni. f*að sem liggur
allra næst, er það, að bústaðirnir séu góðir fyrir heilsu
manna, yngri og eldri, enda hefir og verið sýnt að stór-
kostlega bót er hægt að vinna í þessa átt frá því, sem
áður var, einkum í stórborgunum, og má marka það af
mynd þeirri er hér fylgir (2. mynd), og sýnir dauðsföll
(hve margir af þúsundi) í ýmsum bæjum og borgahverf-
um í stórbæjum á Englandi, saman borið við nokkra
fyrirmjmdarbæi nýja, svo sem Bourneville, Letchworth og
Port Sunlight, en þó nær þetta miklu lengra og áhrifin
verða með afarmörgu móti. Andleg heilbrigði eða van-
heilsa siglir oft í kjölfar þeirrar líkamlegu, og er furðan-
legt, að manndáð og óspilt hugarfar skuli ekki með öllu
falla í lcaldakol í skuggahverfum stórbæjanna, enda mun