Eimreiðin - 01.09.1920, Síða 87
EIMREIÐIN]
BÚSTAÐAMÁLIÐ Á ENGLANDI
343
það oft og einatt komast agalega nærri því takmarki. En
aftur á móti geta laglegir bústaðir við hreinar götur, gras-
vellir til leika, stórir gluggar, sem hús ekki skyggja á, en
veita nægu sólskini inn í híbýlin, alið upp í mönnum og
hlúð að öllu góðu
og gagnlegu í upp-
lagi þeirra. En
hér er bústaðamál-
ið komið að því,
sem er kjarninn
og undirstaðan í
hverju þjóðfélagi:
að þar búi nýtir
og góðir borgarar.
— Lausn bústaða-
málsins er þvi ekki
neitt smáatriði. Ef
litið er á það frá
peningalegu sjón-
armiði, er það eitt-
hvert stærsta fram-
tíðarmálið. Og þóer
hitt enn þá örlaga-
ríkara, hve miklu
það getur ráðið
um skapferli og
innræti borgaranna
sjálfra.
Segja má nú að
vísu, að hér á landi
séu ekki neinar
stórborgir, með sín-
um ægileguskugga-
hverfum. Satt er það, að stórborgir eru hér ekki, en
skuggahverfi eru hér til engu að síður í flestum smá-
bæjunum, þröngir bústaðir, sviftir sól og sneyddir öllu
fögru fyrir augað inni og úti, kasir af fólki frá efsta lofti
niður í kjallara, óþrifaleg port og þröngar götur, engir
« i LO
lO