Eimreiðin - 01.09.1920, Qupperneq 88
344
BÚSTAÐAMÁLIÐ Á ENGLANDI
IEIMREIÐIN
leikvellir eða afdrep fyrir flest börnin og annað eftir þessu,
einkum í höfuðstaðnum, Reykjavík, og hér er því fuli
þörf á bragarbót. Auk þess bætist það við hér, að gamla
byggingarlagið, það eina sem þjóðin sjálf hefir fundið og
lifað með, og lagast hefir eftir háttum öllum, er ýmist
horfið eða að hverfa, og kemur þá fálm og fum í stað-
inn, og i það eyðist stórfé á hverju ári sem líður.
Ýmislegt hefir nú verið skrifað um þetta efni og skrafad
af áhugasömum mönnum, og væri óskandi að nokkuð yrði
aðhafst í þessu máli áður en langt líður. Verður þá ekki
komist hjá því, að athuga vel, hvað aðrar þjóðir hafa gert
og gera í þessu máli, því að þær hafa lagt fram stórfé
og mikla vinnu til þess að rannsaka þetta alt, en sva
verður auðvitað að heiipfæra alt upp á vorar aðstæður.
Hér verður nú sagt nokkuð frá því, er enskur maður,
Rich. L. Reiss, segir um það, hvar bústaðamálinu er kom-
ið á Englandi nú. Talar hann við Norðmenn, og telur
nauðsyn mikla á samvinnu milli þjóðanna í þessu stór-
máli, því að allir geti nokkuð lært af öðrum. Hann segir
svo: »Á næstu 4—5 árum ætlum við að reisa hálfa miljón
húsa, því að þá fyrst er komið i það horf, að hægt sé
að fara að ryðja burt vondu híbýlunum, sem eru oss til
smánar. Flest þessara 500,000 húsa verða bæjarfélögin að
reisa. Það kostar stórfé, liklega um 9000 miljónir króna,
eins og alt er nú dýrt, en samt horfum við ekki í það.
England hefir nú safnað skuldum, sakir ófriðarins mikla,
er nema 124,000 miljónum króna, en þótt við verðum að
bera þennan skuldabagga, skoðum við ekki huga okkar
um, að eyða þessu mikla fé tii bústaðanna, því að .við
erum sannfærðir um, að það sé eina ráðið til þess að
enska þjóðin verði það, sem við viljum að hún verði.
Við erum líka staðráðnir í því, að láta ekki dýrtíðina
valda neinum afslætti á kröfunni um gæði híbýlanna.
Húsin verða vönduð eftir fremsta megni, og ágætustu sér-
fræðingar látnir fjalla um þau. Þau verða með þeim hætti,
sem sjá má af myndinni af Letchworth (er hér fylgir
með). Flest eru þau miðuð við þarfir verkafólks, og
verða í þeim 3 svefnherbergi, væn setstofa og eldhús til