Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 101
EIMREIÐIN]
JÓN SVEINSSON
357
Og þeir gáfu mér Napóleonsköku, og varð eg að borða
faana á götunni.
Þá hugsaði eg til þín, mamma mín; því mig langaði
mikið til að þú fengir að bragða á henni; hún var ákaf-
iega góð.
Og einn drengjanna gaf mér góð ráð og sagði að eg
yrði að vera sparsamur og mætti ekki verða of fíkinn í
sælgæti, — og hann var þó ekkert eldri en eg. En hann
var líka mjög góður drengur, svo að tár komu fram í
augun á Owe1), er eg sagði honum frá því. Þessi góði
drengur heitir Harald.
Og svo hefi eg borðað epli og perur, en varð að skirpa
þeim strax út úr mér aftur; því mér fanst þau líkjast
mest hráum kartöflum, sem hefði verið difið ofan í blek,
en drengirnir sögðu að það væri bara af því eg væri
óvanur þeim, mér mundi fara að þykja þau góð áður en
langt um liði.
Þeir voru allir vanir þeim og gátu etið þau eins og
ckkert væri.
Þegar maður sér dönsku drengina eta epli og perur,
þá heldur maður að þau séu góð. En þegar eg fer að
€ta þau eru þau vond.
Fólkið hér er ekkert stærra en á Islandi, og margir
bera háa silkihatta á höfðinu.
En hestarnir eru hér langtum, langtum stærri en á ís-
landi. Eg varð hræddur við þá, þegar eg sá þá fyrst.
En þrátt fyrir það, þá gera þeir manni ekkert, og
drengirnir eru ekkert hræddir við þá, og eg sama sem
ekkert nú orðið.
Elsku mamma min! Nú sé eg það, að eg hefi gleymt
að segja þér frá byrjuninni.
“En það stafar af því, að eg hefi alt af haft hugann við
Kaupmannahöfn.
Því IKaupmannahöfn er það lang-merkilegasta, sem eg
hefi enn þá^séð á æfi minni.
1) Owe var matsreinn á skipínu, á líkum aldri og Nonni.