Eimreiðin - 01.09.1920, Side 104
360
JÓN SVEINSSON
tEIMREIÐIN
maður gæti heillað til sín ýmiskonar dýr, rottur, höggorma,
jafnvel fiska sjávarins.
»Já, rotturnarcc, segir Nonni, »það get eg skilið. En er
virkilega hægt að heilla til sín fiskana í sjónum?«
»Já, drengur minncc, segir Arngrímur.
»Fyrir alla muni, segðu mér hvernig maður á að fara
að því!«
»Maður fer út á einhvern kyrlátan stað á sjónum, legst
þar um kyrt og fer að leika á hljóðfærið, best með lang-
dregnum, skerandi tónum. Ef maður heldur áfram með
það nokkra hríð, ginnir það fiskana upp að yfirborðinu,
þeir fara að sjmda að úr öllum áttum, hlusta á og fylgja
bátnum eftir, hvert sem hann fer«.
Nonni fer að æfa sig kappsamlega á flautuna, helst
langdregna, skerandi tóna. Og einn góðan veðurdag fær
hann leyfi til að fara á smábát út á höfnina með Manna,
yngri bróður sínum. Hann hafði sagt honum frá þessum
undramætti flautunnar og voru þeir nú staðráðnir í því
að fara lengra en þeim var leyft til þess að fá tækifæri
til að reyna þetta.
Og svo spilar Nonni, lengi, lengi, langdregna, skerandi
tóna, og Manni starir út fyrir borðstokkinn, því hann á
að tilkynna Nonna þegar áheyrendurnir fara að sýna sig.
Fiskarnir voru, eins og við getum ímyndað okkur,
kyrrir í heimkynnum sínum niðri í djúpinu. En báturinn
hafði komist inn í straumröst og bar hann út fjörðinn.
En drengirnir taka ekki eftir neinu fyr en yfir þá kemur
svo myrk þoka, að þeir sjá ekki út úr augunum. Þeir
þora ekki að róa í neina átt, því þeir vita ekki nema
þeir stefni beint út á haf. Þeir verða að láta þarna fyrir
berast. Nú kemur hráslaga kuldi með þokunni, nóttin
færist yfir og hver raunin rekur aðra — þeir lenda í hval-
fiskatorfu, það losnar neglan og báturinn verður hálf-
fullur áður en þeir fá við það ráðið og — þeir höfðu þá
gleymt austurstroginu. Þeir ausa með húfunum sínum,
en sem vænta mátti hitnar þeim ekki mikið við vosbúðina.
Eftir heitar bænir til guðs, gera þeir báðir það heit, að
þeir skuli taka hinn heilaga Franz Xavier, sem móðir