Eimreiðin - 01.09.1920, Qupperneq 112
368
FRESKÓ
[EIMREIÐINf
það. Mér er ant um Esmée, og mér þykir það hart, a&
geta ekki haft meiri áhrif en ungbarn. Mér er illa við frú
Alsager. Hún er hér, og hefir alls ekki heillavænleg áhrif
á Esmée. Pegar eg spurði frú Alsager um Renzo, gerði
hún ekki annað en hlæja og sagði, að hann ætlaði víst
að koma þangað bráðum. Ekkjufrú C. liggur í rúminm
Hún hefir hitasótt. Hún sendir mér þrjú og fjögur smá-
bréf á hverjum degi, skrifuð með blýanti — allskonar
vammir og skammir og svívirðingar út af þessu. Hún
heldur augsýnilega að eg geti gefið þau saman, Esmée og
Vic., hvenær sem eg að eins vilji gera það.
Ef Renzo kemur hingað til Cannes, hefir hún sagt mérr
að hún ætli að skipa að bera sig úr rúminu út undir
bert loft og deyja þar. Andlega andrúmsloftið er yfirleitt
viðbjóðslegt, þó að úti hlæi sól og haf. Eg get ekki séð,
að eg geti neitt að gert. Eins og eg hefi sagt áður, er eg
viss um, að Esmée vílar ekkert fyrir sér, sem í hana
dettur, og eina von mín er Renzo sjálfur. Eg skal ekki
trúa því fyr en í fulla hnefana, að hann fari að koma tii
Cannes, og hann er of mikill listamaður til þess að vera
smásáf. Eg fer í kvöld til Rómaborgar. Eg get ekki fyrir-
gefið sjálfum mér það, hvaða lydda eg er, að horfa þarna
á Esmée fyrir augunum á mér og þora ekki að spyrja
hana beinlínis hvað hún ætli sér. En, góði vin! Þér
þorðuð það ekki heldur. Yðar einl. H. H.
P.s. Vic. tapaði hundrað þúsund frönkum hér í gær.
Hann fer á morgun burt. L. er í París og eg er dauð-
hræddur um að hún klófesti hann«.
Leonis Renzo, Milton Ernest til síra Eccelino Ferraris,
Florinella:
»Þér hafið verið sannspárri en eg, kæri, gamli holl-
vinur! Eg sé það í ensku blaði, sem eg er farinn að geta
komist fram úr, að ungi hertoginn er kominn til Cannes.
Skyldi hún nú loks ganga að eiga hann eftir frænda og
vina ráði? Það má vera meira en lítið af kjarki og stað-
festu hjá ungri stúlku, ef hún stenst þetta farg úr öllum
áttum. Og hún er kjarkmikil, en staðfestan? Eg veit ekki.