Eimreiðin - 01.09.1920, Síða 119
EIMREIÐINl
RITSJÁ
375
FRÁ HEIMI FAGNAÐARERINDISINS. Helgidagaræður frá 1.
sd. í aðventu til 2. páskadags, eftir Ásmund Guðmundsson. Rvík.
Bókav. Sigf. Eym. 1919; 314 bls.
Pað liggur við, að kjark purfi til pess að gefa út eftir sig
prédikanir nú á dögum. Tíminn er nú einhvern veginn pannig,
pað er líklega einn páttur framfaranna, að menn eru hættir að
nenna að lesa húslestra. Par verður engu við barið, nema kæru-
leysi. Til kirkju geta menn látið sem peir komist ekki vegna
fólksleysis, pó að peir komist alt annað, en húslestur er altaf
hægt að lesa, sé löngunin til pess mikil.
Petta er nú líklega að eins í svipinn. Og hvað ætli geti
komið af stað húslestrunum aftur, ef ekki góðar húslestrabækur?
Höfundurinn, séra Ásmundur Guðmundsson, sem var í Stykkis-
hólmi, og er nú skólastjóri á Eiðum, á pakkir skiiið fyrir, að
hann hefir ótrauður riðið á vaðið. Maður hefði fremur búist
við pví af einhverjum hinna eldri höfuðklerka kirkjunnar, og
víst er um pað, að »áranna reynsla, sem var svo dýr«, er mikils
virði í pessu efni, og hætt við að höf. vaxi ef til vill frá ýmsu
pví, sem hann hefir nú látið prentsvertuna festa. En hvað um
pað, peim sem hjá sitja ferst ekki að »lasta laxinn | , sem leitar
móti | straumi sterklega«.
Og pað er langt frá pví, að nokkur barnabragur sé á pessum
prédikunum. Pær eru rólegar, hófstiltar og gætilega íhugandi.
Pær eru vitnisburður manns, sem fyrir innilegt guðssamfélag
hefir fundið hvar lausnarinnar er að leita á vandamálum og
flækjum mannlífsins. Pær eru »Krists prédikanir«. í honum sér
hann, eins og svo margir á undan honum, lausnina á vanda-
málunum og gátunum, og her pað fram óhikandi og öruggur,
og til pess er óparfi að vera gamal). Hann velur sér ýms um-
talsefni, og heldur sér fast við pau, að hætti góðra ræðumanna,
en altaf lendir talið síðast í pessu sama, honum sem er höf-
undur og fullkomnari trúarinnar. Hann er pað heimsskaut, par
sem allar áttir renna saman.
Yfirleitt eru ræður pessar mjög læsilegar. Björt og próttmikil
lífsskoðun er hér rædd af mikilli pekkingu og oft og einatt tölu-
verðri málsnild. Höf. er sýnilega mjög fróður maður, og hann
notar fróðleik sinn. Hann vandar einnig mjög alt form ræðu
sinnar. En samt hefir honum tekist aö beygja alt undir petta,
sem er höfuð kostur hverrar stólræðu: Að hún sé meðal lil trú-
arstyrkingar og hvatning til framfara i sönnum guðsótta. Höf.
skoðar sig ávalt fyrst og fremst sem prest og pjón Guðs hins
hæsta.
Ræðurnar eru stuttar og gagnorðar, og málið ljóst og lipurt.
Helst til mikið er af tilvitnunum í ljóð. Pær preyta og vatns-
blanda efnið, pegar of mikið er af peim.