Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 28
28
forv. Thoroddsen
krít, en aldrei haföi honum enn lánast að framkvæma
fyrirætlun sína. Pá bauð Nikulás Rússakeisari Humboldt
veturinn 1827 að skoða Asíulönd Rússaríkis og taldi sjer
það heiður og ánægju að greiða fyrir ferðinni sem best
hann gæti. Humboldt tók þessu boði fegins hendi, þó
hann þá væri orðinn nærri sextugur, en eigi gat hann
lagt upp í þessa ferð fyrr en 12. október 1829, Með
Humboldt voru á þessari ferð til aðstoðar dýrafræðingur-
inn Chr. G. Ehrenberg (1795—1876) og steinafræðingurinn
Gustaf Rose (1798—1873), sem báðir urðu síðar frægir
menn í sínum greinum. Nú þurfti Humboldt ekki að
brjótast fram á eigin spýtur eins og fyrrum í Ameríku,
nú hafði Rússastjórn lagt alt upp í hendur hans, ágætir
vagnar voru til taks á vissum stöðum, nógir stríðaldir
hestar og herflokkar til verndar og varðveislu. í hverri
borg var Humboldt tekið sem fursta eða konungi, bæjar-
stjórnir og liðsforingjar fögnuðu honum með mestu við-
höfn, hersýningum, ræðum og veisluhöldum. Kvartaði
Humboldt síðan undan því að þessi keisaralega gestrisni
hefði mjög tafið vísindalega starfsemi sína.
Á þessari austurför voru þeir Humboldt í 9 mánuði
og vegalengdin var 18 þús. km.; þeir fóru á vögnum og
sleðum frá St. Pjetursborg um Moskva og Nishnij-Now-
gorod til Volgafljóts, baðan á skipi til Kasan og svo um
Perm til Uralfjalla. Par fóru þeir margar ferðir um fjöll-
in til þess að skoða margskonar námur, því þar fæst gull
og platína og ýmsir aðrir' málmar og líka töluvert af
gimsteinum. Demantar höfðu þá eigi fundist þar, en
Humboldt sagði fyrir, að þeir mundu finnast, og rættist
sá spádómur nokkrum árum síðar. Frá Ural hjeldu þeir
til Tobolsk og svo suður og austur um Síberíu til Barn-
aul og í Kirgísalönd til Altaifjalla, skoðuðu þar líka
margar námur, fóru snöggva ferð yfir takmörk Kínaveldis
og sneru síðan aftur til Uralfjalla, til þess að gjöra þar