Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 85
Skuldir og skattar
»5
arfjelaginu og þjóðfjelaginu að þakka, er enn enginn
verðhækkunarskattur lagður þar á lóðir, heldur er þar
leyft svo að segja takmarkalaust lóðaprang. Par er það
leyft að láta brunarústir liggja ár eftir ár í miðjum höfuð-
staðnum, honum og landinu til skaða og skammar, til
þess að hægt sje að pranga á þeim.
í blöðunum hefur nýlega verið skýrt frá því, að dá-
lítil lóð með brunarústum hafi verið seld fyrir 40000 kr.
Á þessari lóð stóð hús frú Herdísar Benediktsen og var
það fyrir nokkrum árum selt ásamt lóðinni fyrir 6000 kr.
Húsið mun þá hafa verið metið á 5000 kr., en lóðin á
1000 kr. Ef verðhækkunarskattur hefði legið á verð-
hækkunum lóða í Reykjavík t. a. m. 4 af hundraði á ári
af verðhækkuninni, þá hefði lóð þessi nú varla verið seld
dýrara en fyrir hjer um bil 6000 til 10000 kr.; en at
5000 til 9000 kr. hefði þá orðið að gjalda árlega 4 af
hundraði eða 200 til 360 kr. á ári, eftir því hvað verðið
hefði verið hátt. Kaupandinn hefði þá sparað um eða
yfir 30000 kr., en í stað þess orðið að gjalda árlega
200 til 360 kr. í landssjóð og bæjarsjóð í verðhækkunar-
skatt. Petta hefði bæði verið betra fyrir hann og þjóð-
fjelagið.
Ef verðhækkunarskattur verður lagður á, munu lóð-
irnar eigi verða nærri svo dýrar sem raun er á orðin,
vegna þess að menn hika við að kaupa þær mjög dýrt,
er þeir verða að gjalda árlega allháan skatt af verðhækk-
uninni, og þá verður hægra að fá lóðir undir ný hús og
hýbýlaskorturinn verður miklu minni. Einnig aukast
tekjur landssjóðs og bæjarsjóðs, og í þess stað má af-
nema hin ranglátustu gjöld, sem hvíla nú á landsmönn-
um til landssjóðs, að minsta kosti ef fjárhag landsins er
vel stjórnað og ef landssjóður kemst úr hinum mestu
skuldum.
Pað er enginn hagur fyrir þjóðfjelagið að jarðirnar