Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 92
92
Verkefni Islendinga
þúsund kr. á ári til risnu, og laun hans mættu þó eigi
vera minni en 6000 kr. á ári.
Og þá er líka annað, sem þarf að bæta að því er
embættismannastjettina snertir og aðra starfsmenn þjóð-
fjelagsins. Pað má eigi skipa óhæfa menn í em-
bætti og önnur opinber störf, allra síst í þýðingar-
mikil embætti, svo sem í æðstu embætti við stofnanir
landsins, að jeg ekki nefni æðstu embættin, ráðherra-
embættin.
En þeir menn eru óhæfir í embætti og til opinberra
starfa, sem eigi eru vinnufærir, eða kunna eigi þau störf,
sem framkvæma á í þeim embættum og sýslunum, sem
þeir eru skipaðir í. Pað má eigi heldur skipa neinn
drykkfeldan mann í embætti.
Alt þetta er oft brotið á íslandi, ekki að eins at lands-
stjórninni, heldur og af alþingi, er það velur óhæfa menn
í sjálf ráðherraembættin og til annara starfa, sem það
kveður menn til, Einnig er það brotið af söfnuðunum,
er þeir kjósa drykkfelda menn fyrir presta.
Slík óhæfa hefur átt sjer stað, að drykkfeldir
menn hafa verið sendir til annara landa með mikilvæg
erindi af hendi þjóðarinnar, og aðrir menn, gjörsamlega
óhæfir, hafa verið kjörnir til sendiferða til útlanda. Slíkir
menn hafa gert íslandi skömm og skaða á ferðum sínum.
Ef vel væri, þyrfti að taka málefni þetta rækilega til rann-
sóknar og íhugunar, alþingi og eftirtíð vorri til leiðbein-
ingar. íslendingar þurfa að komast á það menn-
ingarstig, að slíkt komi eigi oftar fyrir.
Á íslandi eru skiftar skoðanir um það, hvort banna
eigi að flytja áfengi til landsins. En hvaða skoðun sem
menn hafa á því máli, er það þó ljóst og víst, að á
meðan það eru lög að eigi megi flytja áfengi til landsins,
verður landsstjórnin að sjá um að lögunum sje hlýtt, og
að ólöghlýðni og þar af leiðandi spilling fari eigi með