Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 168
68
Jakob Jakobsen
því. Hann fekk nú minni tíma til að gefa sig við frakknesku,
og varð þetta starf til þess, að honum fór að þykja ráðlegt
að velja norrænu sem aðalnámsgrein; hafði hann ráðið að
gera það, áður en við skildum sumarið 1885.
Fyrsta heftið, 15 arkir, af »Færðsk Antoiogi« kom út
fyrri hluta árs 1886. Urvalsbók þessi varð mikið rit og
merkilegt í tveim bindum, samtals 1060 bls.; kom hún út í
sex heftum, hið síðasta í árslok 1891. í fyrra bindinu er
langur og fróðlegur inngangur; er rúmur helmingurinn færeysk
málfræði að miklu leyti eftir Jakobsen. Annað bindið er
færeyskt orðasafn og eingöngu eftir Jakobsen; átti hann því
mesta vinnu í riti þessu. Hann tók að vinna að orðasafninu
1886 og fekk það honum ærið að sfarfa á námsárum hans.
Hann gerði orðasafnið stærra en áformað var í fyrstu, svo að
landar hans skyldu eignast dálitla orðabók. Frá því að hann
fór fyrst að heiman, hafði hann að eins komið tvisvar tii
Færeyja, í sumarleyfinu 1883 og 1884 (sumurin 1885 og 86
var hann hjá prófastinum í Lyderslev), og var því eigi vel
kunnugur færeysku. Hann varð því að fara til Færeyja
sumarið 1887 til þess að kynna sjer þar málið, svo að hann
gæti ráðið fram úr ýmsum vafaatriðum, er hann var að ganga
frá orðasafninu. Hann dvaldi þá í eyjunum fram á vetur,
eða nærri hálft ár, og flutti hann þá til systur sinnar frú
Önnu Horsböl, er hann kom til Kaupmannahafnar, og bjó
síðan hjá henni alla æfi (Grundtvigsvegi nr. 5), er hann var
í Kaupmannahöfn. Var það mikið happ fyrir hann að eiga
umhyggjusama systur, sem hann gat verið hjá, því að honum
ljet betur að hugsá um vísindi en daglegar nauðsynjar.
Jakobsen tók skólakennarapróf vorið 1891 í norrænni
málfræði, og 1 frakknesku og latínu sem aukanámsgreinum.
Hann varð aldrei embættismaður og fekst nálega ekkert við
kenslu. Hann vann svo að segja eingöngu sem vísindamaður.
Alt, sem hann ritaði, snerti Færeyjar og Hjaltland að heita
má, nema útgáfa hans á Austfirðinga sögum fyrir norræna út-
gáfufjelagið (Kmhöfn 1902—03) og ritgjörð um staða og
mannanöfn í Normandíinu (í »Danske Studierc 1911)- Hann
fekk styrk frá háskólanum og úr Carlsbergssjóði og ríkissjóði
sjer til uppeldis, alt þó af skornum skamti, en hann var bæði
mjög óeigingjarn og nægjusamari en aðrir menn'
Fyrir því gat hann þrifist.
Sumarið 1892 fór hann til Færeyja og var þar á annað
ár, fór hann þá um allar eyjarnar nema Vogey, Mykjunes og
norðurhlutann af Straumey og safnaði þjóðsögum, æfintýrum