Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 178
i78
Nítjánda öldin
og hliðar mannlífsins, sem þar segir ekki frá. í því verður
t. a. m. skýrt frá vexti og þroska náttúruvísindanna, uppfundn-
ingum, þróun trúarbragða og kristindóms, og mörgu öðru,
sem ekkert er um í menningarsögunni; en sjerstaklega verður
gerð nákvæm grein fyrir því, á hvaða stigi mannkynið stóð í
hverri grein, þá er heimsófriðurinn hófst.
Til sýnis um það, hve fjölbreytt rit þetta verður, skal
greina um, hvað hvert bindi verður: Innanlands framfarir
ríkjanna 1815—19I4, alþjóðapólitík 1815 —1914, um nýlend-
ur, um slavneskar þjóðir, Um menningu Norður-Ameríku, um
menningu þjóða í Asíu, um mannfjölda, um verkfræðilegar
framfarir hernaðarins, um atvinnuvegi, um landbúnað og korn-
verslun heimsins, um hag manna og ástæður, vísindi og
menning, tungumálarannsóknir, sagnaritun og sögulegar rann-
sóknir, um framfarir dýrafræði og grasafræði, um framfarir
stærðfræði og eðlisfræði, um rannsóknir jarðarhnattarins, um
læknisvísindin og þýðingu þeirra fyrir þjóðfjelagið, rjettarfar
og menningu, uppeldi og kenslu, líknarstarfsemi, kristin kirkja
og þjóðfjelagið, guðrækilegir straumar, framfarir bókmentanna,
sönglistin, sjónleikalistin, aðalhugsanir, alt þetta á 19. öld.
31. bindið verður efnisyfirlit yfir öll bindin og nafnaskrá. 1.
bindið er nefnt áður.
Þessa sögu 19. aldar semja 36 norrænir vísindamenn;
flestir þeirra eru danskir, 9 sænskir og 7 norskir. Ritstjórn
hennar hefur á hendi prófessor í sögu, dr. Aage Friis,
ágætur sagnaritari. Saga þessi á að verða um 330 arkir og
verðið um 180—200 kr. Verði ódýrara að gefa út bækur
á meðan verið er að gefa hana út, verður hún eitthvað
ódýrari.
Tvö bindi eru þegar komin út, inngangsbindið, sem fyr
er nefnt, og 26. bindið eftir Emil Hannover um byggingar-
list, málaralist og höggmyndalist á 19. öldinni og heitir það
»Det nittende Aarhundredes Kunst, Skikkelser og Strömninger«.
Það er 366 bls. með 285 myndum og kostar 15 kr. Inn-
gangsbindið er 163 bls. með 65 myndum og kostar 6 kr.
Myndimar í öllu riti þessu munu skifta þúsundum, og þær
em vandaðar.
Rit þetta verður eflaust hið besta rit um hina nýju sögu,
sem út kemur á Norðurlöndum; það á ekki heldur enn sinn
líka hjá stórþjóðunum, enda hafa þær haft annað að starfa
síðustu árin, og hagur þeirra er nú þannig, að þær geta eigi
leyst slíkt verk svo hlutdrægnislaust af hendi sem hinar nor-
rænu þjóðir.