Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Qupperneq 187
Holberg gamli og húsagerð í sveitum 187
Flestir íslendingar kannast við Ludvig Holberg (1684—
1754), þótt eigi væri sökum annars en gleðileika hans og
Vefarans með tólfkongavitið. Hann var einhver hinn fjöl-
hæfasti og atkvæðamesti rithöfundur, sem uppi hefur verið á
Norðurlöndum. Hann var fæddur og uppalinn f Björgyn, en
hann ól lengst aldur sinn í Danmörku, og þar var hann
prófessor í sagnfræði við háskólann.
Um Holberg hefur verið ritað mjög mikið, bæði vana-
legar æfisögur og rannsóknir um einstök atriði og þætti í æfi
hans og ritum. Dr. Bing hefur kynt sjer rit Holbergs vel,
og notað þau rit, sem best eru um hann. Bók hans er líka
mjög glögg og góð bók, eflaust ein hin besta alþýðubók, sem
til er urn þennan mikla, andríka og einkennilega rithöfund.
Torleiv Hannaas, Vestmannalaget i femti aar.
Bergen 1918. 8-I-202 bls. 8. Þetta rit er saga Vestmanna-
lagsins, og í henni eru margar mannamyndir. Nokkurra ís-
lendinga er þar getið, sem komið hafa í fjelagið, því að það
hefur sýnt íslendingum góðvild og gestrisni. Bókin er lipurt
rituð. Höfundur hennar ferðaðist á Islandi 1904, nú er
hann prófessor í norsku í Björgyn.
G. Tandberg' og ívar Næss. Vejledning i bygnings-
væsen paa landet. Kristiania (Aschehoug & Co.) 1919. 4
+ 206 bls. 4 bl. br. Verð 14,50. Af bók þessari er nú
komin út 4. útgáfa endursamin. í henni eru 359 myndir af
húsum í sveit, bæði íbúðarhúsum, geymsluhúsum og fjárhús-
um, til fyrirmyndar og til leiðbeiningar um, hvernig þau eigi
að gera. Bók þessi má verða að miklu gagni þeim mönn-
um, sem fást við húsagjörð á Islandi, einkum í sveitum.
Præsident Wilson, Den nye frihet. Kristiania.
Aschehoug & Co. 1918. XII-f-209 bls. 8. Verð 4,50.
Bók þessi er hið helsta úr ræðum þeim, sem Wilson hjelt í
Bandaríkjunum 1912, áður en hann var kosinn forseti, og er
það sett saman í eina heild. Hún er fróðleg um stjómar-
ástandið í Bandaríkjunum, og sýnir hvaða umbætur Wilson
vildi gera. Einnig er hún vekjandi.
Samband þjóðanna. Um það hafa nokkrar bækur og
bæklingar komið út á Norðurlöndum síðasta árið, og skulu
hjer nefndar tvær hinar merkustu: M. Erzberger, Eolkenes
Forbund, Vejen til Verdensfreden, Kbh. Nordiske Forfatteres
Forlag, 1918. 200 bls. 8. Verð 4,50. H. G. Wells:
Det fjerde Aar, De frie nationers forbund. Kristiania 1918.
Aschehoug & Co. VII-j-133 bls. 8. Verð 3 kr.
Matthias Erzberger (f. 1875), höfundur fyrri bókarinnar,